Sunday, October 29, 2006

Let it rain

Ég var að hlusta á þetta lag með Michael W. Smith í bílnum með Davíð áðan af disknum hans Worship og það er alveg ótrúlegt ég fyllist af Guði, ef hækt er að orða það þannig, í hert einasta skipti sem ég heyri það. Maður finnur að Guð er nærri og maður vildi óska þess heytar en allt að hafa getið verið þarna akkúrat á þessari stund sem lagið var sungið tilfinningarnar eru svo sterkar.
Ef þið hafið ekki heyrt þessa úrgáfu vegna þess að hún er BEST betri en allar aðrar þá verðið þið að heyra það. Það er lesin kafli í laginu sem gjörsamlega... já þið verðið bara að heyra það. Ég set inn link á síðu þar sem hægt er að kaupa lagið á nánast ekkert og ég mæli með því fyrir þá sem ekki hafa heyrt útgáfuna það er nauðsynlegt fyrir alla að heyra hana.

http://music.msn.com/album/?album=29456692

Guð blessi ykkur og njótið lagsins það er algjört æði.

6 comments:

Davíð Örn said...

Halló rúsina :D Þetta er að sjálfsögðu snilldar LIVE útgáfa af þessu lagi, mjög flott!

Þú ert yndi :O)

Anonymous said...

Þarna verð ég að vera ósammála... við höfum greinilega misjafnan smekk. Gott að Guð talar ekki við alla á sama hátt. Textinn í þessu lagi segir mér ekki neitt, aftur á móti get ég sungið suma sálma yfir aftur og aftur og notið þess í botn! ;o)
Mér hefur alltaf fundist "Let it rain" ömurlegt lag en ég skal taka það til baka núna þegar ég les hversu djúpt það snertir þig!

Davíð Örn said...

æææ...var þetta nauðsynlegt? Okkur er nú eiginlega alveg sama hvað þér finnst um þetta lag Hlín mín ;o)

p.s. ég vona að þar sem Guð talar ekki við alla á sama hátt þá muni þér finnast þetta ömurlegt áfram, þrátt fyrir það að við Fjóla fáum (þá frá Guði???) að njóta lagsins ;o)

-Davíð Örn Sveinbjörnsson

Fjóla Dögg said...

Ég ætla alsekki að biðja þig um að draga það til baka bara vegna mín enda er mér alveg sama hvað þér finnst Hlín enda finnst mér undarlegt hvað þú geta skipt fljótt um skoðun. Ég ætla samt að vona að þú vitir um hvað lagið er eða það að fá regn heilagsanda yfir þig. Ef þér finnst það ömulegt veit ég ekki hvað ég á að segja meir.
Varðandi sálmana fynnst mér textarnir góðir enda oft meira og minna upp úr biblíuni en lögin eru allsekki af mínu skapi svona yfirleitt. Þetta lag Let it rain á hinboginn er af mínu skapi.

Guð blessi þig

Davíð Örn said...

Þess má geta að í þessari útgáfu af laginu er skemmtileg tilvísun og upplestur úr Biblíunni!

Anonymous said...

Biðst aföskunar ef ég hef orðað hlutina klaufalega. Punkturinn minn átti að hljóma svona:
Frábært að lagið snerti svona við þér, það snertir ekki við mér!