Friday, October 13, 2006

Mynda flóð!!!!

Var að fletta í gegnum myndirnar okkar Davíðs og langaði að deila með ykkur nokkrum.

Þarna er kallin minn í Epcot. Við erum þarna í Ameríku en fyrir þá sem ekki vita er Epcot garður sem er svona hálfgerður fræðslu garður. Þú getur farið til margra mismunandi landa og séð menningu þeirra og nokkra þekta hluti frá því landi.
En svo ég nefni nokkur af þeim l0ndum sem eru í garðinum þa´má nefna Noreg, England, Kanada, Mexico, Frakland, Ítalía, Japan, Kína o.s.fv.


Þarna er ég líka í Ameríku í Epcot. Þetta er einn af uppáhaldsgörðunum mínum og ég gjörsamlega elska að fara þangað.
Ég veit ekki hvernig næsta sumar fer en það kemur í ljós hvort við förum til Ameríku en það er allavegana ákveðið að fara hringinn í kringum Ísland með Marisu og Jóni og kanski að fá okkur hvolp við sjáum bara til ;).


Þarna er dúllan mín að borða ostafranskar eða "cheesfrees" á Out back steak houes. Þetta er einn af tveimur mjög frægum forréttum á Out back en hinn er the Blooming onion sem er risa stór laukur sem er skorinn þannig að han hangi allur saman og lítur út eins og blóm. Honum er öllum skelt í hveiti blöndu og svo djúpsteiktur.


Þá erum við komin í Magic Kingdom. Þetta er náttúrulega Disney garður aldra Disneygarða. Það var alvegsjúklega gaman þar eins og alltaf. Þarna stend ég fyrir utan höl Öskubusku.

Þetta er ég hjá eftir mynd af stæðsta manni í heimi í Ripleys beleve it or not safninu á Flórída.
Ég ætla ekki ða hafa þetta lengra í dag vonandi njótið þið bara myndana og hafiði góðan dag og góða helgi.
ég þarf að fara núna að elda þar sem gestir eru að koma í kvöld.

Love frá Fjólu FLOTT ;)

No comments: