Sunday, October 08, 2006

Sumarbústaðar ferð og draumur um Papillon


Jæja góða fólk.

Við Davíð fórum í bústað um heigina með Marisu og Jóni og var líka svona mikið stuð á okkur. Meeko og Moli komu með og þeir léku sér eins og bestustu félagar semsagt ekki eins og hundur og köttur ;). Við átum og átum ogátum, töluðum um heim og geima og horfðum á Litle Briten sem er náttúrulega bara gargandisnilld. Við náum að troða inn smá lærdómi sem var mjög gott en það var nú samt ekki mikið.
Ég ætla að skella inn nokkrum svipmyndum úr bústaðnum svo þið sjáið stemmarann.
Þá er ég alveg orðin veik að fá mér annann hund. Mig hefur alltaf langað í Papillon og var ég alveg ákveðin að fá sér þá tegund þegar ég fékk mér Mola en er ég fegin að hafa ekki gert það þar sem ég vildi alsekki hafa misst af Mola. Það eru mörg atriði sem þarf þó að hugsa áður en maður ákveður að fá sér annan hund. Fara yfir kosti og galla og það sem ég er stressuðust fyrir að tala við ömmu og afa og reyna að fá þau inn á þá línu að við meigum fá okkur annann hund hingað niður þó það væri ekki nema í stuttan tíma þangað til við loksins fáum okkur okkar eigin íbúð. Þetta er þó eingan vegin endanlega ákveðið. Ég var rétt í þessu að senda tölfupóst á tengilið Papillon hjá HRFÍ og spurjast fyrir um næsta sumar hvort einhver got væru plönuð.
En ég læt ykkur vita hvernig mál standa seinna meir.

Hef það ekki lengra að sinni

Knús knús Kveðja Fjóla Dögg

3 comments:

Anonymous said...

útsígútsí! þeir eru svo sætir! spennó kannski komin annar voffi næsta sumar :)
kv frk hundaóð ;)

Jón Magnús said...

Takk fyrir helgina Fjóla, hún var æðisleg. Það er alltaf gaman að hanga með ykkur Davíð. Skemmtu þér vel í dag og vonandi rætist draumurinn með pappilloninn.

Kv, JónM og Marisa

Jón Magnús said...

oooooooooo I just LOVE papillons! I think their GORGEOUS! hahahaha