Monday, November 20, 2006

Snjór

Ég er svo hamingjusöm að það sé komin snjór. Á föstudaginn fórum við Davíð ásamt 35 krökum úr TTT starfinu í Árbænum og Jóni, Riss, Hönnu Láru og Ingibjörgu í Ölver. Það var alveg sjúklega kalt þegar við vorum ða gera okkur til að fara og þgar við komum upp í Ölver var snjó skafl fyrir veginum sem lá upp að Ölveri þannig að við komumst ekki alla leið að húsinu. Helgin gekk ofboðslega vel fyrir sig og það var svaka stuð á krökkunum.
Þegar heim var komið var slappað af og svo farið til Jóns og Riss að borða pizzu og horfa á Kill Bill 2 og Little Brittan. Á sunnudagsmorgninum kom svo sjokkið. Þegar ég ætlaði að skella mér út með Mola að pissa var allt gjörsamlega á kafi í snjó svo ofboðslega fallegt. Moli hoppaði um eins og kanína og stóð varla hausin á honum upp úr sköflunum. Við áttum að mæta í sunnudagaskólan kl 9:30 en sáum ekki hvernig í veröldinni við ættum að komast á Trölla Angantýr þannig að við hringdum í Margréti og hún sagði að við ættum að taka leigubíl. Ég held við höfum beðið í svona 20-30 mín í símanum að bíða eftir að ná í gegn til að fá leigubíl. En á endanum náðum við í gegn og vorum komin upp í kirkju kl 10. Seinna um dagin fórum við svo labbandi til pabba og mömmu í mat og það var nú ekkert smá stuð á mínum hundi þá.
Um kvöldið leigðum við okkur svo Mission inposible 3 geggjað stuð á okkur.

Ég vona ða snjórin haldi áfram að vera fram að jólum.

Knús, jólaknús

Fjóla

2 comments:

Anonymous said...

lou: but i thought you said that snow was nothing but the work of a evil winter wizard and that liking it is only his evil power taking hold of a pure soul

andy:ya i´know

Fjóla Dögg said...

Dust anyone? Dust? No...dust? Anyone..dust? Dust...?

YYYYYEEEEEEEESSSSSSS!!!!!!!!