Monday, December 08, 2008

8. desember

Pabbi minn á afmæli í dag :D!!! Við Davíð gáfum honum gjöf í gærkvöldi og skelltum okkur svo í bíó með Marisu á Four Christmas sem var bara mjög skemmtileg. Við vinkonurnar Anna og Kristín skelltum okkur í göngu með stóðið okkar í Guðmundarlundi og tók ég myndavélina með aldrei þessu vant og ætla ég að skella inn nokkrum myndum hér. Hundarnir voru í ekkert smá góðu skapi og allir léku sér saman allan tíman.
Í dag fer ég í vinnuna og hlakka ekkert sérstaklega til þess eins og venjuega í desember en ég á erfitt með að mæta í vinnu þegar það fer að nálgast jólin. Davíð min er að fara í vinnuna núna og kemur svo heim í hádeginu til að læra.
Í gær snyrti ég Mola minn klippti smá á honum skottið, buxurnar, eyrnaharin og snyrti hér og þar og er hann svo fínn og sætur þótt ég ætla aðeins að lagfæra hann þegar nær dregur jólum. En þið fáið að sjálfsögðu myndir af honum líka núna.

Hérna er kallinn ný komin úr göngunni og er þreyttur og sjúskaður

Hér er svo ein af andlitinu soldið grömpí varð nefnilega ða horfa fram fyrir þessa mynd og þeir sem þekkja Mola vita að hann er ekki hrifinn af því að horfa beint í myndavélina ;)

Svo druslulegu buxurar og skottið
Hér eru svo buxurnar og skottið eftir snyrtingu allir slitnir endar farnir. Hann hefur altaf verið með svona híung eins og ég kýs að kalla það á lærunum og ég tók það af og sést það best á þessum tveim hér fyrir ofan

Hér er svo hann allur en ég tók náttúrlega loppurnar líka en ef þið stækkið myndina getið þið séð betur hvað þær eru fínar

og hér sjást svo eyrnahárin og framhliðin á honum :D. Ég er allavegana mjög ánægð með hann og sé hellings mun og get ekki beðið að baða hann og gera hann sætan aftur rétt fyrir jól :D.

Þá eru það myndir úr göngunni hér eru vinirnir Moli og Fríman en Moli er ekkert smá hrifin af honum.

Hérna er svo Prinsinn minn

Eldur að sitja fínn bara sætt enda algjört sjarmatröll þessi hundur ;D

Moli að bíða eftir að hlaupa á þann næsta sem hleypur framhjá

Allir saman að þefa og sniffa

Aris litla prinsessa bara sæt eins og alltaf

Aris að tékka á okkur

Moli fór og tékkaði á þessari örðu þarna og allir hinir eltu svo kallaði ég á Mola. Fyrst kom hann hlaupandi....
Svo komu allir hinir í röð

Munið að Guð elskar ykkur og er ávalt hjá ykkur. Það eru bara 16. dagar til jóla, bara 10 dagar í að helga komi sem gerir það að það eru bara 12 dagar þangað til ég , Kristín, Helga og allir voffarnir förum í bústað YESSS!!!

4 comments:

Helga said...

Vá, hvað Moli er fínn eftir snyrtinguna. Alger mús. Gaman að sjá myndir af klakanum, hér er allt í snjó og mínus 15 gráður. Ég fer í prófið á morgun sv hér er búið að vera soldið stress, en ég get ekkibeðið að ljúka því af og svo koma heim :D
Kjempestort klam frá mér og Fróða

Anonymous said...

æ! móli looks so cute with his little trimmed bum hair! MÚS! thanks so much for last night man, it was so fun, I really want Jón to see that movie, I think I will drag him soon! Can´t wait till our Wednesday date!

-Riss

Anonymous said...

Ótrúlega fínn kallinn :D

Kristín og voffarnir

Anonymous said...

Ekkert smá fínn kallinn;)
Fullt af sætum myndum líka:D
Kv. Anna, Eldur og Frímann