Saturday, December 27, 2008

og allt heldur áfram

Það er allt á fullu hjá okkur eins og alltaf. Við stöllurnar Kristín og Helga kíktum með hundana til dýra til að láta taka saumana úr Arisi, panta tíma fyrir Fannar Snæ og svo lét ég kíkja á Mola sem var gott því hann fékk magameðal og svo er hann með einhverja síkingu á tippinu þannig að ég fékk meðal fyrir því líka til að setja á forhúðina tvisvar á dag.
Við erum að skipuleggja og skipuleggja kveðjupartíið og reyna að klára að kaupa inn og baka og allt annað sem þarf fyrir partýið.
Ég er ekki búin að vera nógu dugleg að henda inn myndum en ég lofa að reyna að gera það við fyrsta tækifæri.
Annars er ég á fullu fram að kveðjupartýi og líka eftir það sosem ;). EN ég ætla að dobla Helgu vinkonu að hjálpa mér að baka á mánudaginn fyrir partýið ef hún nennir ;) og skilja Fannar eftir hjá systur sinni á meðan ;).
En ég læt þetta ekki vera lengra í þetta skiptið og vonast til að sjá sem flesta 30. desember en nóg um það seina meir.
Kveðja Fjóla og Moli

No comments: