Friday, December 12, 2008

12. desember


Stekkjarstaur kom fyrstur,stinnur eins og tré.Hann laumaðist í fjárhúsinog lék á bóndans fé.Hann vildi sjúga ærnar,- þá var þeim ekki um sel,því greyið hafði staurfætur,- það gekk nú ekki vel.
Þá er Stekkjastaur fyrsti sveinninn komin til byggða og örugglega mörg spennt börn sem vöknuðu þennan morgunin að gá hvað þau fengu gott í skóginn.
Í gær pakkaði ég í stóran kassa til að fara með til tengdó og ætla ég að reyna ða vera dugeg í dag líka þrátt fyrir að ég sé að fara ða fá tvo Poodle í klippingu. Ég ætla að reyna ða vera eins fljór og ég get með þá. Kristín bað mig um að koma með sér í göngu kl 5 í dag og ætlum við Moli svo sannarlega ða gera það enda langt síðan síðast.
Við Davíð fórum eins og ég var búin að segja ykkur frá á Fólkið í Blokkinni með Berglindi og JónÓ og var það heljarinnar stuð og ég naut þes alveg jafnvel í seinna skiptið. Það var samt alveg sturlað veður þegar við gengum út og svo þegar við komum heim komumst við að því að það hefði verið búið að kalla út aðstoð 210 sinnum í gær... SÆLL!!!
Annars er bara a ðslappa af um helgina og hafa það kósý og bíða eftir þriðjudeginum því þá er Davíð búinn í prófum YESSS!!!!!
En ég verð að fara ða gera mig til fyrir hundana og fá mér morgunmat en Guð blessi ykkur og munið það eru bara 12. dagar til jóla ;)
Fjóla og Moli

No comments: