Í dag á Salómon Blær 3 mánaða afmæli. Flestir segja hvað tíminn líði hratt en ég verð að viðurkenna að mér finnst eiginlega hálf ótrúlegt að hann sé ekki eldri því mér finnst eins og hann hafi verið með okkur í mun lengri tíma :D. En á sama tíma finnst mér eins og hann hafi komið í gær. Við erum svo stolt af litla kallinum og hlökkum alveg stjarnfræðilega mikið til að fara í ungbarnasundið með honum sem ætti vonandi að vera á laugardaginn næsta :D.
Knúsar á ykkur og Guð veri með ykkur öllum
No comments:
Post a Comment