Monday, November 05, 2012

Læknisferð hjá strákunum

Í dag er sko búið að vera brjálað að gera hjá mér. Svo við byrjum nú alveg á byrjuninni þá vöknuðum við Davíð við það að ekkert rafmagn var í húsinu en þetta gerðist líka í gær kvöldi í svona rúmlega klukkutíma. Við komumst náttúrulega ekkert á netið nema í símanum hans Davíðs og sáum við þá að það var búið að vera rafmagnslaust frá því kl 4 um nóttina. Við ætluðum að reyna að lúlla lengur en Salómon Blær var ekki alveg á því þannig að við þurftum að drattast frammúr í kol niða mirki með Iphone og Ipad til að lýsa okkur vegin og kveikja á kertum út um alla íbúð (nú kemur sér vel að vera kerta sjúk). Rétt eftir kl 8 í morgun kom svo loksins rafmagnið á sem betur fer því manni var ekki farið að vera sama um matinn mans og the pressies brjóstamjólk :S sem er sko ekki over flowing á þessu heimili ;D. 
 Salómon Blæ fór svo í 3 mánaða skoðun í dag. Allt var skemmtilegt og spennandi. Hann hitti nýja hjúkrunarkonu og nýjan lækni og svo hitti hann Kristrúnu sem var ljósmóðirin okkar á meðgöngfunni en svo þegar hann var búinn að hitta allt þetta fólk og brosa svo fallega til þeirra tóku ljósmæðurnar upp tvær sprautur og sprautuðu hann í sinhvert lærið og þá var sko hætt að vera gaman :S. Minn var rosalega sár en var fljótur að hætta að gráta en aftur á móti var hann heilengi að kjökra og eiga rosalega bátt ;9. 
Moli aftur á móti lenti í þeim leiðinlega hlut að um helgina þá sprakk hjá honum endaþarmskirtill sem þýddi bara eitt það þurfti að fara til dýra og láta tæma kirtlana svo hann fengi ekki sýkingu elsku litla skottið. Ég fór með hann um morguninn og á meðan fór Salómon Blær með pabba sínum í vinnuna sem honum fanst nú ekki leiðinlegt ;D. Ég þurfti að skilja Mola eftir þar sem það þurfti að gefa honum deifingu/svæfingu en ég ákvað að láta hreinsa tennurnar á hunum í leiðinni svo við þurfum ekki að fara auka ferð og borga aukalega og láta hann fá auka skamt af lyfjum seina meir. 
Þannig að ég er búin að hafa nóg að gera en núna bíð ég bara eftir að Davíð komi heim og horfi á Amazing Race meðan ég klappa og klóra litla auma Mola mínum sem þarf að vera með skerm þegar ekki er verið að fylgjast með honum :S. Salómon Blær aftur á móti er að lúlla úti í vagni þessi elska en ég er að byrja nýja svefn rútínu en planið er að hann sofi tvisvarsinnum tvo tíma á dag úti í vagni eða aðeins lengur og það hefur gengið ágætlega að koma því á laggirnar so far ;D.

Knúsar og Guð veri með ykkur öllum. 

Fjóla og co

2 comments:

Anonymous said...

Æi aumingja Mola kallinn er þetta ekki mjög sársauka fullt þegar þetta springur?

Kristín

Fjóla Dögg Halldórsdóttir said...

Ja það er vera þegar þetta er alveg að springa eftir að það springur er það smá léttir fyrir hann. Allavegana það fanst mér á honum en þetta er náttúrulega sár og mjög óþægilegt :S.