Þá eru bara 38 dagar til jóla og eins og venjulega hlakka ég alveg endalaust til :D.
Það verður alveg brjálað að gera hjá okkur næstu tvær helga en við verðum með Malakí Thanksgiving matar boð eins og í fyrra sem tekur að minsta kosti tvær helga að undirbúa því allt þarf að vera fullkomið ;D. Ég er búin að finna uppskriftir nýjar sem mig langar að gera, það þarf að undirbúa hvað er hækt að gera fyrir fram til að ofninn nítist sem best, það þarf að versla öll herlegheitin, það þarf að finna út hvernig á að skreita borðið og íbúðina sjálfa, þrífa og taka til auðvita og margt fleira :D. Ég vona að það heppnist eins vel til og í fyrra ef ekki betur :D.
Annars erum við salómon Blær búin að fara í tvo sundtíma og pabbi kom með okkur í ein síðasta laugardag. Kallinn er að standa sig rosalega vel og er að fíla sig 90% af tímanum en það kemur fyrir að hann verði soldið óviss og kjökra þá í smá stund en aldrei neitt meira en það. Við förum í 3 tíman núna á laugardaginn næsta og hlökkum við öll mikið til þess :D.
Annars er helgin okkar nokkuð vel stöppuð en við þurfum að pannta hótel og bílaleigu bíl fyrir Flórídaferðina, ég þarf að skrá migh í áfanga í skólanum mínum sem byrjar eftir áramót og kaupa skólabækurnar fyrir hann sem Benjamín ætlar að vera svo sætur að koma með heim handa mér, svo þarf að finna tíma til að fara með allar flöskurnar okkar í endurvinsluna, það þarf að fara með bílinn í smá skoðun til að vita hvað þarf að laga fyrir veturinn, það þarf að ná í mynd sem við eigum inni hjá ljósmyndaranum okkar, svo náttúrulega að versla fyrir Thanksgiving :D. Þetta er bara hluti af því sem þarf að komast helst yfir um helgina.
En í kvöld ætla pabbi og mamma að passa Salómon Blæ því við Davíð erum að fara á tónleika með Todmobile sem verður alveg öruglega ætðislega skemmtilegt :D.
En við biðjum bara að heylsa ykkur og Guð veri með ykkur alltaf.
Kveðja Fjóla og co
1 comment:
Jejj gaman að fá blogg :)
Kristín
Post a Comment