Jæja ég fékk langþráð símtal frá Snorra þar sem ég fékk að vita að við komumst að í þann hóp sem okkur langaði að fara í s.s á miðvikudögum kl 14 og laugardögum kl 13:30. Núna er bara að undirbúa okkur fyrir hvað sem er og vonandi finnst Salómon Blæ gaman að fara í sudið og þetta geti verið eitthvað sem við höfum bæði gaman af að gera saman :D.
Annars er það nýjasta í fréttum að pabbi og mamma eru loksins komin heim frá Flórída og er planið að kíkja á þau í hiemsókn á eftir vonandi. Þau ætla samt að leggja sig fram að hádegi skiljanlega :D.
Annars er Salómon úti að lúlla núna í vagninum og er ég að vonast til þess ða hann geti lúllað í svona 2-3 tíma.
En ég sendi knúsa á ykkur öll og megi Guð vera með ykkur
Fjóla
No comments:
Post a Comment