Sunday, April 25, 2010

Fyrstu 7 Eurovision lögin

Jæja þá nálgast Eurovision hratt og öruglega og fyrsti Alla leið þátturinn var í gær. Við Davíð horfðum á hann saman og gagnrýndum bæði lögin sem komu þar fram en þau voru upp og niður eins og alltaf.
En hér kemur mín gagnrýni á fyrstu 7 lögunum.

Serbía: Ok ef við byrjum bara á því að tala um útlitið á þessum strák það er það meira en lítið sérstakt. Lagið er að mér finnst yndislega Eurovision hallærislegt s.s svona þjóðlag eins og er svo mikið af. Mér persónulega finnst þau lang skemmtilegust s.s þjóðlegu lögin en þetta nær ekki alveg vera frábært. Mér fannst það allt í lagi enda hef ég veikan punkt fyrir lögum sem lísa landinu sem þau koma frá ;D.

Lettland: Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta lag soldið spennandi. Við Davíð vorum bæði sammála um það að þetta var uppáhalds lagið okkar eftir þáttinn. Myndbandið er bara andlitið á stelpunni og á tímabili er hún næstumþví farin að gráta en hún lifir sig vel inn í lagið. Ég segi lagið þarf að vera soldið gott ef þú getur bara horft á andlitið á henni allt lagið og ekkert annað.

Finnland: Þetta lag skildi því miður ekki mikið eftir sig hjá mér þrátt fyrir að vera mjög finnskt. Við vitum að þær geta sungið sem er gott en ég var ekkert að falla fyrir þessu :S.

Slóvakía: Þetta er bara svona la la lag hefði getað verið miklu sterkara en skilur nánast ekkert eftir hjá mér allavegana ekki eins og er.

Eistland: Þetta er ekki mjög Eurovision sem þarf alsekki aðvera slæmt. Soldið nútímalegt og öðruvísi. Held að þetta gæti gert góða hluti fer eftir því hvernig þeir verða á sviðinu.

Russland: Sorry rússar eru bara búnir að vera með ÖMURLEG lög síðastliðin ár og já þá er ég líka að taka með vinningslagið 2008 það var HRÆÐILEGT! Þetta lag finnst mér bara á allan hátt ölurlegt bæði söngurinn og lagið sjálft.

Moldóva: Lagið er svona soldið grípandi og gæti verið skemmtilegt á sviði ef að söngvararnir væru ekki svona rosalega fölsk og ömurleg live. Ég þoli ekki svona tíser lög sem ætti að vera æðisleg en svo ÖMURLEG vegna þess að fólkið sem er að flytja þau eru bara þarna vegna þess að þau eru svo sæt.

Jæja ég reyni að vera dugleg að blammera mínum skoðunum hingað inn eins og ég fái borgað fyrir það ;D. Knúsar heim Fjóla :D

1 comment:

Mamma og Pabbi! said...

Gaman að fá þessar pælingar frá þér. Við sáum ekki öll lögin en það verður gaman að sjá hver komast áfram. Erum að pakka fyrir flugið út. Takk!
B21