Friday, May 19, 2006

Evrovision í gær hræðilegt.

Ég og Davíð skelltum okkur til Hildar vinkonu ásamt mörgum góðum vinum að horfa á undankepnina í gær. Það var mikið stuð á mannskapnum og fólk hafði gaman af því að gera grín af hinum ýmsu atriðum.
Ég verð samt að viðurkenna eitt ég er eiginlega búin að fá mig fullsadda af þessari ömulegu pólitísku evrovision kosningum endalaust á milli sumra landa. Meira en helmingurinn af lögunum sem komst áfram á hreinlega alsekki heima í keppninni að mínu mati. Mér er það líka orðið ljóst að við eigum ALDREI eftir að komast upp úr forkepninni í ervovision vegna þess að það er engin sem græðir á því að senda okkur áfram með að kjósa okkur. En hér eru lögin sem ég hefði viljað sjá áfram.

1. Slóvenía lag: Mr Nobody
2. Svíþjóð lag: Invincible
3. Eistland lag: Through my window
4. Silvía Nótt lag: Congratulation (fanst hún ein af þeim skemmtilegustu þrátt fyrir misheppnaðan söng tala um það síðar)
5. Finnland lag: Hard rock halelujah
6. Holland lag: Amambanda
7. Makedónía lag: Ninanajna
8. Belgía lag: Je T'adore
9. Bosnía Hersegovína lag: Lejla
10. Armenía lag: Without your love

Og svo eru það lögin sem komust áfram.
Byrjum á Rússlandi: Lagið var valla la la venjulegt pop lag segi ég ekkert til ða sleppa sér yfir, söngvarinn var myndarlegur en þú "ættir" ekki að komast langt í söngvakepni út af því segi ég og þetta bara einfaldlega höfðaði ekki til mín ég eiginlega man varla hvernig lagið var, það hefur gjörsamlega farið framhjá mér þannig að það hefur valla verið mjög minnisstætt. Hann átti ekki að komast áfram að mínu mati.
Næst Makedónía: Jú það átti rétt á sér í kepninni segi ég alveg. Lagið er kedsí og hægt að raula með því stið það áfram.
Bosnía Hersegóvína: Eitt af fáum lögum sem er sungið á móðurmálinu. Það heldur sig á þjóðlega geiranum. Byrjar vel en verður frekar döll í endan. En ég er sammála því að það hafi komsit áfram frekar evróvision legt. Það þurfa að vera svona lög í keppnini að mínu mati þau sem halda í þjóðarhættina en samt verður lagið að vera flott smem þetta er.
Litháen: Jæja ég er ekki hrifin af þessu lagi. En eins og við sögðum í partíinu í gær þá fengi þetta lag öruglega fullt af stigum frá Íslendingum bara vegna þess hvernig við erum. Vitlesinga þjóð ;). Textinn er örfá orð sem hafa mjög svipaðan boðskap og hún Silvía okkar hefur í sínu lagi. Sem sagt We are the winners of Evrovision.
Finnland: Auðvita komust þeir áfram. Öðruvísi lag, þeir eru í ógeðslegum búningum, ofsalega rokkað, hvað vill fólk annað en það. Ég fíla alveg lagið enn finnst þeir ekki skemmtilegir ða horfa á. Mér var farið að líða hálf kjánalega undir lok lagsins hjá þeim vegna þess að þeir eru svo fáránlegir í þessari múnderingu, finnst mér.
Úkraína: Sæt stelpa en ég segi að nokkur önnurlög hefðu átt að komast inn á undan henni lagið erofsalega einhæft alltaf það sama áftur og aftur en hresst.
Írland: Nei hættið þið nú alveg. Ég hélt að þetta lag ætti ekki einu sinni séns. Alveg óstjórlega væmið og ekki er söngvarinn neitt til að bæta fyrir það. Mjög döll lag ekkert til að hoppa húrra fyrir. Maður gæti svosem hlustað á þetta ef maður vill hafa það kósí og rólegt heima en veistu..Neeee.
Svíþjóð: Þetta lag á meira en skilið að vera í keppninni ég spái því mjög ofarlega. Hörku söngkona og mikill kraftur í laginu, það er það sem evrovision þarf, kraft. Flott lag, hefði verið alveg jafn flott á sænsku, mjög ánægð með þetta val.
Tyrkland: Hræðilegt lag, hræðileg söngkona, hræðilegt dress allt hræðilegt. Þetta lag komst bara inn útaf klíkuskap ég er að segja ykkur það. Það er ekkert við þetta lag sem er þess virði að hlusta á. Herfilegt. Ég bara hreinlega veit ekki hvað fólk var að pæla að kjósa þetta lag. Það eina sem ég sé í stöðunni er það að löndin í kring eru það hrædd við Tyrkland að þau eru tilbúin að kjósa þetta.
Jæja sýðastalagið er frá Armeníu: Jú ég gæti diggað þetta lag. Söngvarinn sætur, góður dannsfílingur, enskan hræðileg samt hjá honum og flottur en spes dans hjá þeim Jú ég er sátt við þetta má vera með mín vegna ;).
Þá er komið ða Silvíunni okkar. Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum með hana þegar hún hóf ða syngja. Það er eins og hún hafi verið að taka smá hlaupasprett áður en hún fór inn á sviðið þar sem hún var mjög móð og gat valla sungið. Ég þori að veðja að þetta var stress og mikið álag sérstaklega þegar maður þarf að vera Silvía Nótt. Það var líka mjög ervitt að heyra alla í salnum púa á hana þegar hún kom á sviði vegna þess að það var verið að búa á okkur öll og það er ekki gaman. En hún var flott skvísan.
Ég ætla nú samt að horfa á keppnina þrátt fyrir það hvað ég er óánægð með úrslitin.

Verið öll í stuði með Guði og sjáið Evrovision.

Kveðja Fjóla

2 comments:

Anonymous said...

Síðan var t.d. þetta "Superstar" lag alveg hörmung að mínu mati!!! Skil ekki hvernig það var möguleiki fyrir það land að komast áfram... en ég held að ég haldi bara með Litháum í ár :D "We are the winners" atriðið þeirra kveikti von í hjarta mér um að ég eigi möguleika á að komast e-ð áfram í dansi

Jón Magnús said...

Everytime Jon and I talk he always talks about this competition. He said he is going to record it and make me watch it when he gets here! :0
Anyhow, it's funny to see you write about it....even though I have no clue as to what your saying!