Ég og Moli skelltum okkur í göngu með Halldóru, Guðrúnu og Ólöfu um daginn og allri hundasúpunni Mola, Töru, Seru, Aski og Jeltsin.Við byrjuðum á því að fara í smá hundafimi í garðinum hjá Halldóru og Guðrúnu þar sem við tókum einn og einn hund í einu, úr fínu grindinni sem þau eru með úti í garði, og létum þá hoppa yfir hindranir og gera alskonar kúnstir.
Við ákváðim svo að fara upp í Heiðmörk í langan og fínan labbitúr. Þegar við vorum lagðar af stað áttuðum við okkur á því að við vorum bara með einn almennilegan kúkupoka og að sjálfsögðu byrjuðu allir hundarnir að kúka eins og þeir fengju borgað fyrir það. Það sem við tókum til ráða var að gera ör í mölina sem benti á kúkinn svo við gætum tekið hann á leiðinni til baka, við hlóum mikið af þessu enda soldið finndið þrátt fyrir það að þetta var frábær hugmynd.
Það var svo mikið stuð hjá mínum. Hann hljóp alveg eins og vindurinn með Seru á eftir sér og það var svo gaman enda er Sera líka besta vinkonan hans ;). Ég náði nokkrum frábærum af Mola í gönguni. Hér er ein svakaflott þar sem litirnir í náttúran er svo falleg og Moli er svona mitt í miðri fegurðinni.
Á þessari mynd er Moli á harðasprett á eftir Seru í eltingaleik. Það lítur út fyrir að hann svífi í lausulofti hann er svo hátt frá jörðu, en þarna sést hann meira að segja brosa ;).
Við tókum okkur smá pitstop áður en við snérum við. Þarna er Halldóra búin að koma sér fyrir í mosanum með alla hundana hjá sér og er að spjalla við Mola.
Guðrún var líka í fyrirsætustörfum með Mola og Töru og hér er sú mynd. Ofsalega sæt saman öll þrjú krúttin. Ég náði því miður engri mynd af Ólöfu í þetta skiptið en það kemur bara næst.
Ég aftur á móti bað Halldóru um að taka mynd af mér og Seru til að sýna Berlindi frænku og hér kemur sú besta af þeim.
Ég segi þetta gott að þessu sinni vona að þetta geti glatt marga sérstaklega þá sem eru í próflestri og þurfa að lesa og skoða eitthvað skemmtilegra en skólabækurnar.
Kv Fjóla og Moli :)
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment