Wednesday, May 10, 2006

Hlýðninámskeið 6. tíminn

Við Moli fórum á hlýðninámskeiðið í gær til Alberts í frábæru veðri, blankalogn og sjóðandi hita. Moli stóð sig svo ofsalega vel og ég var að rifna úr stolti. Við fórum í stöðvaþjálfun og við Moli byrjuðum á liggjandi stöðu með áreiti sem þýðir það að hann á að liggja kurr á meðan ég klofa yfir hann, toga í tauminn hans, Albert togar í tauminn hans, labba frá honum o.s.fv. Næsta stöð var stór kross þar sem við áttum að stoppa við hverja línu og Moli átti að setjast alveg samsíða mér beinn við hæl. Þar næst fórum við í standa við hæl og ganga frá honum. Það gekk mjög vel. Hæl ganga var næst og þá var verið að þjálfa hæga og hraða hælgöngu, stoppa og setjast við hæl, liggja við hæl og snúa á hæl og setjast. Þá voru tvær stöðvar eftir, hoppa yfir hindrun og labba svo við hæl eftir það og það gekk ágætlega og síðast en ekki síst koma á hæl sem gekk mjög vel. Við enduðum tíman á því að láta hundana liggja hlið við hlið og bíða þar sem Moli síndi hinum hvernig átti að gera þetta ég gat ekki verið stoltari.
Ég ætla að fara að afla mér upplýsingfa um Bronsprófið sem verður í byrjun júní og ætli ég skelli mér ekki með Mola. Ég hlakka mjög til að geta gert þetta með honum. Moli er frábær hundur og getu rúllað þessu prófi upp á góðum degi og stungið upp í suma ;).

Ég segi bara að ég er alveg ofsalega stolt af hundinum mínum og ætla að sýna öðrum hvað við getum.

Kveðja frá stoltustu mömmu í heimi.

2 comments:

Anonymous said...

jeee þokkalega stinga upp í suma!! ;) og moli rúllar þessu upp ekki spurning! þið eruð algjörir snillingar saman! :o)

Fjóla Dögg said...

Já ég veit við eigum eftir að rústa þessu ;)