Tuesday, May 02, 2006

Jæja ein eftir

Ég sendi mail á ræktandann minn núna rétt áðan og var að fá svar. Önnur tíkin henar Öglu er dáinn, sú svarta. Hún hafði ekki verið dugleg að taka spena hjá Öglu þannig að það varð að mata hana. Sú sem er eftir hún tekur spena og er farin að bæta á sig sem eru góðar fréttir, maður vonar bara að núna nái hún að koma sér á gott skrið og að allt verði í bestalagi.
Salka sem er tíku úr fyrstagotinu hennar Öglu er einnig með hvolpa og á hún von á þeim núna í dag eða á morgun. Hún fór í rönken og þar sáust 4 litlir hvolpar og allt lítur vel út.
Ég ætla að setja inn mynd af þessari bláu, sem er núna ein eftir, þar sem hún er að sjúa hjá mömmu sinni.
Ég vil bara biðja Guð að blessa þennan litla hvolp og verðandi hvolpana hennar Sölku.

Kveð í dag

Fjóla Dögg

2 comments:

Anonymous said...

úsímú sæta rúsína! vona að henni vegni vel skvísunni! heyrru áttu fleiri myndir af henni? :O)

kv Frænkan

Fjóla Dögg said...

Nei ekki enþá ég stel þessu jafnóðum frá Kollu á síðunni hennar. ;)