Sunday, May 14, 2006

Moli í þjálfun


Núna er Moli að mastera hlýðninámskeiðið og ég er að reyna að vera eins dugleg og ég get að þjálfa hann. Eftir laugardagsgönguna fór ég út með hann að æfa hann og það gekk nokkuð vel eins og alltaf svosem núna þarf hann bara að ná fullkomnun. Þarna er maður ofsalegaduglegur ða labba við hæl og horfa á mömmu sína á meðan alveg ofsalega flottur. Slakur taumur flott staða á honum.
Svo á hann að setjast við hæl á skipunar og leggja svo afstað með mér ef ég stíg afstað með vinstrifæti en ef ég fer afstað með hægtifæti þá á hann að sitja kjurr og bíða þangað til ég gef skipun um einhvað annað.
Svo er seinasta myndin af hjartanu að hlaupa til mömmu sín til að geta sest við hæl og fengið smá kjúkling

Takk yndislega fólk

Fjóla bestaskinn.

No comments: