Sunday, May 14, 2006

Góður laugardagur

Við litla fjölskyldan okkar skelltum okkur í yndislega göngu á Búrfelsgjá eins og svo oft áður. Veðrið var soldið kallt en sólin skein og það iljaði manni þó nokkuð. Moli skemmti sér svo ofsalega vel, gaman að vera miðpungturinn svona einu sinni. Við röltum í góðan klukkutíma þangað til við fundum góðan og lognsælan stað til að borða nestið okkar. Það var alveg frábært. Moli gat ekki verið kjurr allan tíman. Hann fór nokkrar ferðir fram og til baka frá matardallinum sínum og vatnsdallinum annars vara hann á fullu allan tíman sem við vorum að borða. Við tókum myndavélina með til að festa á filmu þennann yndislega dag.
Þarna er ég og Moli hjá helli sem var þarna rétt hjá staðnum sem við borðuðum á. Moli tók eftir einhverju fólki sem var að labba framhjá og er með störu á þau.
Þarna er Davíð og Moli að njóta sælunnar. Fallegustu mennirnir í mínu lífi, það kæmi ekki til greina að losa mig við annan hvorn þeirra ;).
Ég að njóta sólarinnar og kasta mæðunni í smá stund eftir frábæra göngu.
Ég er alveg ástfangin af þessari mynd. Hún er tekin á alveg akkúrat réttu augnabliki þarna var ég að kalla á Mola að koma til mín og hann kemur á flegi ferð og svo ofsalega ánægður.
Flottasti hundur í heimi ekki satt? ;).

Jæja ég hef þetta ekki lengra í dag en kem með einhvað krassandi á morgun fyrir ykkur.

Kveðja
Fjóla, Davíð og Moli

3 comments:

Anonymous said...

þið eruð svo sæt úsímú!! :o)

Jón Magnús said...

Fjola,
I have come to the conclusion that I have serious envy over your sunglasses.

Fjóla Dögg said...

Thank you very muds ;) I´m very fond of tham my salf :D