Strax eftir vinnu í gær kíkti Berglind frænka í heimsókn. Hún kom færandi hendi með Ritz kex og blandaðan pipar ost ofsalega gott. Við sátum smá og nörtuðum í ostin og spjölluðum saman áður en við svo skelltum okkur að ná í Seru Sól til að fá hana lánaða með í göngu. Við keyrðum eins og svo oft áður upp að Búrfellsgjá til að sýna Berglindi þennan frábæra göngustað. Við fengum mjög fínt veður og hundarnir léku sér í kringum okkur. Við vorum í góðan einn og hálfan tíma að rölta enda vorum við og hundarnir nokkuð dösuð eftir röltið.
Eftir gönguna lagði ég mig með Mola fyrir framan imban og horfði á Keeping up Appearances sem eru þættir um konu sem heitir Hyacinth sem er skuggalega lík ömmu minni á allan hátt ;) alveg ferleg.
Ég segi þetta gott í bili
Kveðja Fjóla og Moli
1 comment:
jeee takk fyrir gönguna frænkulíus hún var algjör snilld ;o)
kv hinn frænkulíusinn :o)
Post a Comment