Ég er að horfa AFTUR (í held ég 4 sinn) á Jekyll seríuna með Marisu og Jóni og eru þau mjög hrifin :D. Ég fæ bara ekki leið á því að horfa á þessa þætti :D.
En í dag er sunnudagur og kemur yngri bróðir hennar Marisu til okkar og verður yfir nótt. Planið er að hafa eitthvað gott að narta í, spila Catan og jafnvel horfa á The Fighter í kvöld sem verður bara gaman :D.
Það fer að líða að því að Davíð byrji að kenna en ég held að það sé bara á morgun ef ég man rétt :S.
Annars fórum við Marisa aftur að hjálpa Gray hound fólkinu og var það alveg frábært eins og alltaf :D.
í Apríl erum við Marisa búnar að ákveða að taka strákana með okkur á RISA Pet expo sem verður hérna ekki svo langt frá og get ég ekki beðið að fara :D.
En ég hef ekkert merkilegra að segja eins og er nema bara Guð veri með ykkur og knúsar og kossar héðan :D.
Fjóla og co
1 comment:
Þetta eru bara snilldarþættir.
Væri ég til í að koma með ykkur á Pet Expo!
Knúsar, Helga
Post a Comment