Eins og þið sjáið þá er ég að koma mér í Páskagírinn á blogginu þar sem apríl er alveg að renna í hlað :D.
Héðan er annars allt gott að frétta, við erum að fara í leikfimi fljótlega og svo er planið að kíkja aðeins í búðir þar sem ég þarf að versla nokkra hluti. Davíð minn kemur svo á fimmtudaginn seint og hlakka ég alveg óstjórnlega til þess.
Hérna er spáð 78°F undir lok vikunar sem er svona ca 25°C þannig að hitinn fer hækkandi. Marisa og Jón ákváði að skrá sig á Netflix en þeir bjóða frían einn mánuð og núna er Jón búinn að vera límdur í tölvunni að horfa á documentary eftir documentary hann bara fær ekki nóg ;D.
En fleira var það ekki í þetta skiptið gott fólk, sendi bara knúsa heim og bið Guð að veram eð ykkur :D eins og alltaf.
Fjóla og co
1 comment:
Vá orðið stutt í Davíð :)
KNús Kristín
Post a Comment