Ég sé það núna ða þetta ætlar ekki að ganga hjá mér ða halda úti bloggi upp á hvern einasta dag þannig að ég reyni að hafa það bara af og til ;D.
Það helsta í fréttum er það að á mánudaginn síðasta fórum við Davíð skárum, og steiktum laufabrauð með pabba, mömmu, afa, ömmu, Hlyn og Dísu. Það gekk líka svona glimrandi vel og erum við Davíð með okkar 40 kökur tilbúnar fyrir jólin :D.
Ég er að rembast við að læra fyrir próf en er SVOOOOO ekki að nenna því. Ég er sem betur fer búin með ritgerðina, en á eftir að gera glærur fyrir fyrirlestur á sunnudaginn og svo er það bara prófið á mánudaginn ef allt gegur vel hjá mér varðandi að læra efnið.
Ég get ekki beðið að komast í jólafrí frá vinnu og skóla en það er alveg hrillilega langþráð.
Við Davíð höfum tekið þá ákvörðun að vera hjá pabba og mömmu um jólin en fáum þau til okkar á jóladag í brunch.
Annars er allt kór stress búið og gekk það bara vonum framar. Tónleikarnir voru vel heppnaðir og allt gekk vel.
En ég hef svo sem ekkert meira merkilegt að segja ykkur en bara hafið það gott þar til næst ;D.
Kv Fjóla
1 comment:
Gangi þér alveg ótrúlega vel Fjóla með glærurnar og prófið og ég VEIT að þú rúllar þessu upp þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því :)
Knús Kristín
Post a Comment