Loksins loksins er kominn desember :D. Vá hvað ég var glöð þegar ég sá jólasnjóinn falla þegar ég var mætt í vinnuna og fólk kom inn alveg þakið í snjó :D.
Ég ætla að reyna að halda mig við gamla hefð og tjá mig eitthvað á hverjum degi fram að jólum. Ég sit núna hérna heima að drepast úr harðsperrum á meðan Davíð setur saman hurðar á skápin okkar og festir botn á þvotta skápinn okkar.
Í dag fór bíllinn okkar í skoðun þar sem við erum nokkuð viss um að dempararnir séu farnir að aftan en vonandi fáum við tíma sem fyrst fyrir hann svo að það sé bara hækt að kippa þessu í liðinn.
Ég er búin að vera að skrifa ritgerð fyrir skólann minn en ritgerðin er um Hreinrægtaða hunda og heilsufarsleg vandamál sem þeir þjást af sem er nú ekki stuttur listi skal ég segja ykkur :S. Annars er svo mikið að gera að ég veit oft ekki hvar ég á að biðrja. Ég ætla að reyna að klára ritgerðina mína í næstu viku sem verður ekki auðvelt þar sem ég verð að syngja á tónleikum á þriðjudag og miðvikudag og svo er æfing á sunnudaginn og generalprufa á mánudaginn :S. Ég ætla bara að taka mér góðann tíma í að læra á laugardaginn ;D.
En ég og Moli fórum út að labba í kvöld og var hann alveg í skýjunnum þar til honum fór að verða kalt og þá ætlaði hann bara að snúa við og fara heim sama hvort ég kæmi með eða ekki ;D... tíbískur Moli.
En ég segi þetta bara gott eins og er og bið Guð ávalt um að vera með ykkur.
Kveðja Fjóla
No comments:
Post a Comment