Jæja hann Askur kom til okkar um 12 leitið í dag. Hann er búin að vera ofsalega ljúfur litla skinnið. Við fórum út áðan í smá labbitúr og hann var nú aldeilis sáttur við það. Þegar við komum inn ákvað ég að hafa bara rólega stefningu horfði smá á sjónvarðið og leifði þeim að hvíla sig sem þeir (eða allavegana Askur) hafa gert. Ég finn það alveg að hann vill vera nálægt mér þrátt fyrir það að hann geti ekki alveg ákveðið sig hvar hann vill liggja. Moli er svo hryllilega spenntur fyrir honum að hann getur ekki látið hann í friði. Núna á meðan ég sit hér og skrifa ligur Askur í einu horninu á sófanum og Moli í hinu. Ég er nokkuð viss um að þetta eigi eftir að ganga mjög vel. Ég kem með fleiri fréttir seinna.
Kveðja Fjóla, Moli og Askur
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment