Moli var ekki alveg til í tuskið í byrjun tímans en svo kom hann allur til. Við fórum í sitja við hlæ liggja við hæl og standa við hæl. Einnig fórum við í liggja ævinguna þar sem þeir eiga að bíða í liggjandistöðu og við löbbum frá þeim og svo til þeirra of fyrir aftan þá og þeir eiga að bíða bara á meðan. Það eru tvær Scheffer tíkur á námskeiðinu og þegar við fórum í þessa ævingu fyrst réðst önnur á hina en Moli skildi ekki neitt og lá bara kjurr mest allan tímann, soldið finndið.
Innkall við hæl gekk þónokkuð vel þótt ég ætli að æfa hann meira í því og hafa það alveg fullkomið.
Það er gaman að segja frá því að stelpurnar sem eru með mér á námskeiðinu vilja sjá Mola í svokölluðu Bronsprófi. Þetta er próf þar sem hundurinn á að gera eiginlega bara nákvæmlega það sem við erum að gera á hlýðninámskeiðinu. Þær töluðu um að hann væri svo flottur og það að mæta með hann lítið Chihuahua skott myndi stínga uppí svo marga af þessum stóru hundaeigendum. Ein þeirra talaði meira að segja um að við gætum bara æft saman fyrir prófið. Ég er allavegana alvegtil í að fara með Mola í svona próf hefði ekkert á móti því.
En ég kem með nýr fréttir seinna.
Kveðja Fjóla og Moli Bronsprófs fari ;)
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment