Jæja við Moli fóru í fyrsta hlýðninámskeiðs tíman í gær. Það eru einungis 5 hundar á námskeiðinu sem er mjög gott því þá fær maður meiri one on one tíma með kennaranum og þú færð yfir höfum meiri athyggli en ef þeð væru tvöfalt fleiri. Ég mætti þarna nokkrar mínútur í 8 og þá vöru allir komnir. Það er skemmtilegt að segja frá því að hundarnir sem eru á nákmskeiðnu eru tveir Schäfer, Risa Schnauzer og Doberman. Það var soldið spes að mæta þarna með mitt litla skott og vera að fara að taka þátt í námskeiði í 10 vikur með þessum hundum. Ég lít samt bara á það þannig að ég er að sýna gott fordæmi fyrir aðra smáhundaeigendur. Það er alveg jafn nauðsinlegt að mínu mati að eiga vel uppalinn og hlýðinn smáhund eins og að eiga veluppalinn stóran hund.
Ég er orðin alveg svakalega spennt að taka þátt í þessu námskeiði. Nokkur af þeim atriðum sem við munum fara í er t.d
1. Moli geti gengið fullkomlega við hæl í taum og án taums
2. Setjast, leggjast og standa við hæl
3. Ef ég segi honum að sitja, liggja eða standa og bíða þá á hann ekki að hreifa sig sama hvaða truflun er að freista hans ens og t.d. köttur, einhver sem togar í ólina, bílar, fólk, aðrir hundar o.s.fv
4. Fullkomið innkall þar sem hann kemur við hæl
og svo margt fleira sem ég man ekki akkúrat í augnablikinu. Heimavinnan sem við egum að gera þangað til við mætum næst er að æfa sestu og leggstu æfinguna aðalega úti fyrir mig þar sem Moli sest eins og píla inni en streitist á móti úti þar sem það er kalt og blaut. Ég á svo líka að muna að hrósa honum veil þegar hann hlýðir og þegar hann horfir á mig þá á hann líka að fá hrós. Einnig á ég bara að þurfa að segja orðið einu sinni og þá á hann að hlýða strax. Þetta gengur eins og í sögu inni en ekki alveg eins vel úti þannig að mín áhersla er að æfa þetta eins mikið og ég get úti.
Hundaþjálfarinn sem er með námskeiði heitir Albert Steingrímsson og ég hef heyrt marga góða hluti um hann.
Ég er bara mjög glöð að vera noksins komin á námskeið og veit að þetta á allt eftir að ganga eins og í sögu hjá okkur Mola
Takk í dag
Kveðja Fjóla og Moli
Spennandi tímar framundan
11 years ago
2 comments:
úúúú spennó! ji hvað það er fyndið þetta eru allt risa hundar og svo kemur Moli krútt þarna hehe :) en heyrru hvað kostar svona námskeið? og hvað kostar hvolpanámskeið?
kv. Belelind forvitna ;)
Námskeiðið hjá hundalíf skólanum er í 10 vikur og það kostar 20.000 kr. Kennarinn heitir Albert og ég hef heyrt frá mörgum að hann sé virkilega góður hundaþjálfari. Þetta er svona rúmlega 1 klukkutími fer alveg upp í 2 tíma stundum. Ég fór á hvolpanámskeiðið í HRFÍ og það kostaði 18.000 kr en það var líka bara í 8 vikur og stóð altaf bara fast í klukkutíma. Ég lærði helling þar en ég held hjá Völu og Guðrúnu en langaði að prófa hinn skólann þar sem ég var búin að heyra svo marga góða hluti um þennan hundaþjálfara enda fær maður líka aðeins meira fyrir peningin þar held ég ;)
Post a Comment