Wednesday, April 12, 2006

Dagur tvö með Aski!

Allt gekk vel í gær. Ég held að Askur sé alveg farinn að vera ánægður með að vera hjá okkur. Ég fór í vinnuna kl 10 og þá var Davíð heima með strákana. Hann var bara að læra og þeir steinsváfu bara á meðan. Ég kom heim um hálf fjögur og fór þá í rúmlega klukkutíma langa göngu í kringum stífluna með þá báða og það var mikil gleði. Eftir gönguna kíkti bestasta frænkan í heimsókn til að hita Ask og hann var nú bara ánægður með það. Um sjö leitið komu svo pabbi, mamma og Hlynsi bróssi í heimsókn líka til að hitta Ask og þá var bara meiri gleði hjá honum fék harðfisk og allt hjá þessu fína fólki ;). Amma og afi komu svo líka niður til okkar þannig að það var fjölmennt á tíma í litlu íbúðinni okkar. Klukkan átta fór ég svo með Mola á hlýðninámskeiðið þar sem hann stóð sig eins og hetja og jafnvel betur er margir af hinum hundunum.
Aksur og Moli hafa verið soldið að skiftast á mat þ.e.a.s. Moli byrjaði á því í fyrradag að borða matin hans Asks með bestu list alveg ferlegur litta skottið þar sem ég er búin að vera að dæla í hann alskonar mismunandi matarprufum (þar sem hann þarf að skifta yfir í fullorðins fóður) en ekkert hefur gengið. Svo mætir Askur með sinn mat og hann borðar hann með bestu list. En Askur svaraði nú fyrir sig í gær og át bara allan matin hans Mola í staðin.
Áður en við fórum að sofa fórum við Askur í smá kvöld göngu. Við ákváðum að færa Ask inn í svefnherbergu til að sjá hvort að hann hætti ekki að væla þá. Við settum bara teppi á gólfið og hann var mun sáttari við það, þrátt fyrir að hann reyndi að koma uppí einu sinni en svo var það búið. Hann svaf alveg eins og steinn og maður bara vissi ekki af honum.
Ég kem færandi hendi með meiri upplýsingar á morgun.

Takk í dag kveðja
Fjóla

No comments: