Ég smellti af nokkrum myndum af Mola áðan þar sem hann var að lúlla í tjaldinu sínu. Hann var bara að forvitnast hvað mamma hans var eignlega að gera með það að vera að trufla hann þegar hann ætlaði að fá sér smá morgun lúr.
Þarna er ég með strákana Mola og Ask. Við erum í garðinum hjá pabba og mömmu. Ég, Davíð og strákarnir höfðum tekið okkur göngutúr þangað einn góðan veðurdag og hitt mömmu í garðinum þar sem húin var að mála Fjólukot sem er kofinn minn. Eins og má sjá eru Moli og Askur mjög sáttir við lífið og tilbúnir til að leggja afstað aftur heim á leið.
Þarna á Ásgeir og Moli saman í afmælinu okkar Davíð í janúar. Eins og vanalega er Moli að reynað a sleikja eyrað á Ásgeiri sem hann er ekki hrifinn af eins og flestir ;). Það var alveg ofsalega gaman þennan dag eins og svo oft áður þegar við erum með vinum okkar. Við fengum t.d. í afmælisgjöf sængurföt og lítinn djúpsteikingarpott sem Davíð var hæst ánægður með þrátt fyrir það að hann hefur enn ekki fengið að nota hann. En ég lofa hann fær það á endanum ;).
Þarna eru Bára vinkona og Berglind frænka. Þarna erum við að spila í Sleepover partýinu sem var haldið heima hjá okkur í byrjun þessa árs. Eins og má sjá er mikil gleði hjá mannskapnum og fjörið var í hávegum haft. Við fórum meðal annars í Singstar, Buzz (sem er tónlistaspurningaleikur á PS2) og horfðum á mynd.
Þarna er Moli í byrjun Sleppover partýsins þegar við erum búin að blása upp vindsængina. Það var þvílíkt gaman hjá honum þegar við vorum að pumpa upp dýnuna. Hann hoppaði til og frá ofaná henni og velti sér og bofsaði á þetta skrítna Drasl sem varð bara alltaf stærra og stærra. Svo þegar allt var yfirstaðið lagðist hann bara og var tilbúinn að láta taka myndir af sér.
Ég segi þetta gott í bili
Kveðja Fjóla og fjölskyldan.
1 comment:
Sææææælll!! þetta er bara með ógeðslegri myndum sem ég hef séð af mér! hahaha bara fyndið! já það var sko mikil gleði þá :o) jeeee
kv þessi við hliðina á Báru á myndinni ;o)
Post a Comment