Allt gengur sovna líka vel hjá okkur. Eftir vinnu hjá mér í gær röltum við Moli og Askur heim til pabba og mömmu í stutta heimsókn. Þar komumst við að því að Hlynsi væri í atvinnuviðtali og væri svo að fara í annað strax á eftir því fyrra. Við röltum síðan aftur heim og settumst fyrir framan sjónvarpið og sátum þar þangað til Davíð kom heim úr vinnunni, ég alveg að sofna, Askur lág hrjótandi við hliðina á mér og Moli sofandi í fanginu á mér. Seinna um kvöldið fórum við svo þríeikið í smá kvöldgöngu fyrir svefninn. Ég verð bara að segja það að ég er gjörsamlega alveg kolfallin fyrir Aski mér finnst hann alveg frábær, hress og skemmtilegur og svo svakaelga mikill karagter, ég meina hver myndi ekki falla fyrir þessu?
Í morgun vaknaði ég við það að Askur vildi fara út að pissa þannig að ég fór með rúslurnar út. Þegar inn var komið var ég ennþá svo þreytt og Davíð stein sofandi að ég ákvað að leggjast aftur upp í rúm og reyna að sofa aðeins lengur. Bæði Moli og Askur fengu leifi hjá húsbóndanum að kúra uppí hjá okkur. Ég drattaðist svo framúr um hálf 11 heitið og fékk mér þá morgunmat og ákvað svo að skella mér í fjöruferð með strákana. Við fórum í Hvalfjörðinn á strönd sem ég kýs að kalla Kúluströnd (nafn sem Reynir afa bjó til en er ekki alveg með á hreyni hver sagan er á bakvið það). Strákarnir voru ekkert smá sáttir við að fá að hlaupa lausir þrátt fyrir smá kulda og nokkuð mikið rok. Askur og Moli röltu um og skoðuðu svæðið Moli altaf í rassinum á Aski til að vera nú með það alveg á hreinu að hann væri nú ekki að missa af einhverju mjög merkilegu. Það kom fyrir nokkrum sinnum að Askur tók uppá því að koma hlaupandi til mín og stökkva á mig bar til að sýn mér (að ég held) hvað honum fanst gaman. Við vorum þar í um 45 mínútur og lögðum svo afstað aftur heim. Þegar heim var komið fengum við Davíð okkur bakaríis mat og núna liggja strákarnir steinsofandi eftir skemmtilegan morgun.
Ég kem með nýar fréttir þegar þær berast
Takk fyrir mig í dag við skjáumst svo á morgun.
Kveðja Fjóla
No comments:
Post a Comment