Úff ég get ekki sagt að hún hafi verið auðveld. Við fórum með þá báða út að pissa um 10 leitið og setum þá svo báða í sinhvort búrið. Við ákváðum að taka Mola búr inn til okkar og hafa því Ask einan frammi á gangi. En þá byrjaði það hann vældi nánast stanslaust þangað til við vöknuðum í morgun kl 7. Ég vaknaði allavegana 5 sinnum við hann og átti mjög erfitt með að sofa. Núna áðan þegar ég var svo að gera mig til í morgun þá bara stein svaf hann þar sem hann var ekki búin að sofa neitt um nóttina alveg ferlegur ;). Ég er að vona að þetta fari betur í nótt að hann venjist því að þurfa að vera í búrinu annars verðum við að taka til annara ráða.
Við sjáum hvað setur
Kv Fjóla, Davíð og Moli sifjuðu
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment