Snemma í gær kvöldi fórum við í labbitúr til pabba og mömmu en í þetta sinn fórum við öll, Davíð líka. Það er alltaf jafn gaman að fara með þá út að labba ég nýt þess að eiða tíma með þeim úti í góðu veðri. Við stoppuðum í smá tíma hjá pabba og mömmu en lögðum svo af stað heim aftur þar sem okkur var boðið í mat til tengdó. Þegar heim var komið fórum við uppí bílinn og keyrðum til Lindu og Sveinbjarnar. Við fengum alveg ofsalega góðan mat. Í forrétt fengum við hvítlaugsbakaðan lax með sallati og rauðlauk, aðalrétt grillaðarsvínakótelettur með kartöflum, sósu, rauðkáli, gulumbaunum og drullusallati ;) (stjörnusallati) og í eftirrétt fengum við ís og fult af íssósum ofsalega gott. Það er gaman að segja frá því að Askur og Linda töluðu heilmikið saman eftir matinn Askur hreinlega samkjaftaði ekki. Eftir allt þetta voru strákarnir tilbúnir að fara heim og slappa af.
þegar heim var komið settumst við niður og horfðum á sjónvarpið. Moli lá í einu horninu á sófanum og Askur kom og lagðist á mig og svaf og hraut. Mér finnst það altaf jafn finndið hvað hann getur hrotið hátt við segjum stundum að hann sé eins og gamall kall en samt yndislegur gamall kall ;).
Ég verð í bandi með fleyri upplýsingar
Kveðja Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment