Wednesday, April 19, 2006

Hlýðninámskeið og dagurinn í dag

Í gær fórum við Moli á hlýðninámskeiðið. Þegar við komum (labbandi í þettað skiftið) voru nokkrir nýir hundar sem höfðu ekki verið hingað til á námskeiðinu, einn lítill Schefer hvolpur og Rottweiler hundur. Ég komst þó fljótt að því að þeir höfðu líklega verið á námskeiðinu á undan þar sem þeir tóku engan þátt þegar við byrjuðum. Það var frekar léleg mæting í gær einungis þrír hundar með Mola, en það gerði nú lítið til þar sem við fengum þá bara því meiri þjálfun. Moli stóð sig mjög vel að undanskyldum smá athygglis brestum þar sem eitthvað annað meira spennandi truflaði hann.
Við fórum í hælgönguna og sitja við hæl og það gekk nokkuð vel, svo var farið í sitja á hæl leggjast á hæl og fara frá þeim og hann á að bíða í liggjandi stöðu og það gekk mjög vel. Efitir það fórum við í innkall og koma við hæl sem gekk nokkuð brösulega í byrjun en svo kom það, ég þarf bara að æfa hann vel í því. Ég get samt ekki sagt annað en ég sé mjög stolt af litla skottinu mínu þar sem hann gaf ekkert eftir við hina stóru hundana og stóð sig jafnvel bara mun betur þótt ég segi sjálf frá. Hann er ofsalega duglegur Chihuahua hundur það er alveg á hreinu.
Jæja dagurinn í dag verður soldið erfiður. Ég er að vinna til hálf þrjú og þá kemur Davíð að ná í mig og við förum beint að vesla. Síðan fer ég heim og fæ mér eitthvað að borða og ætla svo að reyna að drattast í leikfimi (hef ekki farið í 2 vikur rúmlega) og glápa á Dr Phil á meðan (mér finnst hann svo frábær). Svo er leiðin stefnt heim á leið og fer þá út með Mola í smá göngutúr. Seinna um kvöldið eftir að ég er búin að pústa smá ætla ég svo að fara að þrífa í leikskólavinnunni minni og sæki svo Davíð í hans vinnu.
Ég verð í bandi við ykkur þegar eitthvað merkilegt gerist.

Kær kveðja Fjóla ;)

No comments: