Ég er orðin alveg óskaplega þreitt á því að vita ekki hvað ég vil vinna við í framtíðinni. Ég veit að söngurinn er í blóðinu mínu og ég veit það er eitthvað sem ég gæti auðveldlega unnið við ef ég bara þyrði að gera það. Nú hef ég ekki verið í neinu tengt söng í að verða hálft ár og ég finn það alveg að ég er mjög eirðarlaus og veit ekkert hvað ég á af mér að gera og dett oft í þessa hugsun hvað á ég eiginlega að gera við líf mitt? Ég veit ég yrði frábær ef ég bara leifi mér að vera frábær. Klassískur söngur er samt ekki eitthvað fyrir mig að ég held. Ég er mjög hrifin af ákveðinni gospeltónlist eins fallegum ballöðu, poppi og léttu rokki eins og t.d. Queen. Málið er bara það að ég þarf tækifærið til að láta ljós mitt skína og þá virkilega gefa allt sem ég hef því það eru fæstir sem hafa heyrt mig gefa allt sem ég hef.
Ég veit að Guð gaf mér góða rödd til að nota hana honum til dýrðar og ég vona einnig til að leifa fólki að njóta hennar. Ég vil því biðja um kjark og þor til að geta framfleitt vilja Guðs. Það væri vel þegið ef þið góðu vinir mynduð hafa mig í huga í bænum ykkar að hjálpa mér og fá kraft til að stíga fram.
Ég hef ykkur öll í huga Guð blessi ykkur
Kveðja Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago
1 comment:
Halló...hlakka til að sjá meir blogg hjá þér Fjóla :D
Post a Comment