Saturday, April 08, 2006

Rétta Idolið valið


Ofsalega er ég sátt við Idolið í gær. Ég vissi að Snorri átti að vinna þetta hann var lang bestur. Hann söng allt sitt alveg ofsalega vel og sýndi hvað hann hefur að geyma kallinn.
Við Davíð fórum og horfðum áþetta hjá ömmu og afa þar sem það er voðalegt stöðvar 2 hallæri hjá vinum okkar en það vara bara gaman ;). Ég er líka ekkert smá sátt við frumsamta lagið alveg ofsalega flott og þá sérstaklega þegar Snorri söng það. Ég vil líka koma því á framfæri að diskurinn hans mun vera fyrsti diksurinn sem ég kaupi með Idolstjörnu og það finnst mér segja soldið mikið um hversu góður hann er þá er ég að meina að hann stendur mun mikið ofar öllum öðrum idol keppendum. Virkilega verðugur sigurvegari.

Ég vil bara enda með því að óska Snorra innilega til hamingju með sigurinn og óska honum góðs gengis í framtíðinni.

No comments: