Tuesday, April 18, 2006

Þá er hann farinn

Askur fór heim núna í morgun. Ég verð að viðurkenna að ég er strax farin að sakna hans, "stóra" stráksins. Það var alveg ofsalega gaman að fá að hafa hann hjá okkur, hann lífgaði mikið uppá tilveruna og Mola fannst bara æðislegt að hafa annann hund á heimilinu. Askur var alveg ofsalega þolinmóður við Mola sem varð alltaf að vita hvar hann var allan tíman og reyndi stanslaust að fá hann til að leika við sig, en Askur var alltaf jafn ljúfur og góður. Ég er líka nokkuð vissum að ég og Askur eigum eftir að halda áfram að vera góðir vinir þar sem hann elti mig eins og skuggin hvert sem ég fór þegar ég var heima og þegar ég fór út stóð hann við hurðina og vældi þangað til ég kom aftur :). Þetta var virkilega skemmtilegur tími, ég held ég hafi aldrei farið jafnoft út að labba og ég gerði þegar Askur var í heimsókn við erum að tala um 2-3 á dag.
Ég er svo ofsalega lukkuleg með bækurnar sem ég fékk fá eigendum Asks. Ég fékk bók sem fjalar eingöngu um Cavalier tegundina og svo aðra sem heitir "What´s up with my dog?" og er bók sem á að hjálpa manni ef að hundurinn mans veikist. Ég fékk líka tobleron poka sem er nátúrulega uppáhalds súkkulaðið mitt og Moli fékk fullan poka af nammigotti.
Ég vil bara hér með þakka kærlega fyrir mig (aftur) bæði fyrir dótið sem ég og Moli fengum og að sjálfsögðu fyrir að fá að passa Aski pasi ;). Ég vil líka þakka gott boð um að ef ég þarf pössun fyrir Mola eruð þið tilbúin að taka hann og ég mun íhuga það alvarlega ;).

Ég bið að heilsa í bili

Kveðja Fjóla

No comments: