Friday, March 31, 2006

Vinnan í dag

Ég mætti í vinnuna í morgun kl 10 og er þar en kl 8 mínútur yfir 18. Ég á að vinna til kl 20 í kvöld þar sem það er sýning á Nótt í Feneyjum. Þessi sýning er samt ekki alveg eins og allar hinar að því leiti að Glitnir hefur keyft hana alla fyrir eitthvað að viðskiftavinum sínum að ég held. Nú er verið að undirbúa hér frammi á gangi alskonar veitingar í boði Solons og vín með.
Við sitjum hérna í miðasölunni eins og illagerðir hlutir og höfum ekkert að gera þar sem við þurfum ekki að hafa nein einustu afskifti af þessu fólki sem er boðið vegna þess að þau þurfa enga miða.

Ef afskaplega lítið að segja í dag þar sem ég hef bara verið að gera nákvæmlega ekkert í vinnunni í allan dag.

Love you guys

Kv Fjóla bestaskinn

1 comment:

Dagný said...

Ohh ég vildi að lífið mitt væri svona gott!
Ég er búin að vinna á Colour Conference síðastliðna tíu daga frá hálf átta á morgnana til 11 á kvöldin en hún kláraðist í kvöld og ég vann til hálf tólf en samt eiginlega bara hálf 11 því sydney er með daylight savings í kvöld þannig að ég græddi klst jeij!

Og ég þarf að vakna kl. hálf 6 því ég þarf að fara í extension service sem ég skrópaði í síðasta sunnudag úps! haha :P

Have a great day! :)