Wednesday, March 29, 2006

Chihuahua hvolpaskott í sumar

Þá fer að koma að því að mamma hans Mola hún Agla fari að eignast sitt þriðja got. Ég er sko alveg ógeðslega spennt að fá að sjá hvernig hvolparnir eru. Núna vill líka svo skemmtilega til að hin bestasta besta frænka mín ætlar að öllum líkindum að fá sér hvolp frá Öglu og það þýðir bara eitt..... Bara GAMAN fyrir okkur Mola. Þá fær Moli leikfélaga og við frænkurnar höfum afsakanir til að hittast oftar.
Moli kemur úr öðrugotinu hennar Öglu. Þá fæddust 3 strákar tveir snöggir og einn loðinn. Moli var seinasti hvolpurinn í heiminn og lang minstur. Allir héldu að Agla væri bara búin þegar hinir tveir bræður hans Mola voru komnir en þá var þreifað á Öglu til að athuga hvort það væru fleiri og þá fanst pínulitli Moli. Hinir strákarnir sem heita Leó og Aries búa báðir í Eyjum í sömu fjölskyldunni. Á myndinni hér til hliðar getið þið séð alveg splunkunýja hvolpa, samt ekki neina sem eru skildir Mola.
Fyrstagotið hennar Öglu skilaði 4 hvolpum þremur stelpum síðhærðum og einum strák síðhærðum.
Núna í þessu þriðja goti er Agla pöruð við sama pabban og í fyrstagotinu hann Rain.
Ég er orðin alveg afskaplega spennt að fá að sjá hvolpana en það má öruglega gera ráð fyrir því að þeir komi um lok apríl byrjun maí.
Svo í lokin kemur ein mynd af Mola þegar hann var bara nokravikna hvolpa skott. Maður verður náttúrulega ekki sætari en þetta fólk verður að gera sér það ljóst ;)
Annars get ég ekki sagt annað en ég hlakka til sumarsins og skemmtilegrar hvolpaframtíðar.

Hvolpa knús

Fjóla Dögg

4 comments:

Anonymous said...

Get ekki sagt annað að ég sé rosa spent líka :D
Verður gaman að sjá lítil Seru systkyni :D
Þetta verða alveg pottþétt góðir hundar, Agla og hvolpar hafa svo skemmtilegt skap.

Fjóla Dögg said...

Já alveg sammála því ofsalega góður hundur hún Agla.

Davíð Örn said...

Gaman gaman gaman...mikið af hvolpum útum allt, það verður sko hátíð í sumar, eða það held ég!!!

Fjóla, þú ert duglegust að blogga, þú átt skilið bloggverðlaun!

Anonymous said...

Hallá vúhú ji ég get ekki beðið heldur ég er alveg að fríka af spenningi, þetta verður sko bestasta sumrið :o) ég er meira að segja búin að taka mér frí í allan ágúst til að sjá um litlu krúsídúlluna!
og ég verð nú að vera sammála honum davíð þú ert duglegust í blogginu átt verðlaun skilið :o)

ofurspennti frænkulíusinn ;o)