Nú er ég alveg orðin veik fyrir því að flytja í annað húsnæði.
Við Davíð og Moli lifum núna í tæplega 45 fm íbúð í húsi ömmu minnar og afa sem við erum gjörsamlega búin að sprengja utanaf okkur fyrir löngu og erum farin að dreyfa okkur vel um húsið hjá afa og ömmu.
Við örum búin að skoða heilan helling og höfum fundið margt sem er spennandi og margt sem er ekki eins spennandi. Það er ofsalega mikið framboð af íbúðum í Hafnarfirði eins og er, næst mest í Kópavogi og Garðabæ. Ég er líka að velta fyrir mér öllum möguleikum hvort að hægt sé að kaupa fallega íbúð og leigja hana út í einhverja mánuði jafnvel hálft ár eða lengur til að geta borgað upp lánið og annað sem fylgir, svo maður eigi auðveldara með að borga allt það sem borga þarf. Ég vona altaf að við höfum efni á því að kaupa íbúð núna en það verður að koma í ljós hvort það gangi upp. Ég bið þessvegna Guð um að hjálpa okkur að gera það rétta í stöðunni svo allt fari á besta veginn ;)
Ég bið að heilsa
Knús til ykkar allra
Kveðja Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment