Núna í morgun hef ég fengið tvö atvinnutilboð.
Ég sótti um að fá vinnu við ræstingar aukalega á morgnana hjá hreint hf og það var kona sem hringdi í mig í morgun og spurði hvort ég væri enþá að leita og hvort ég hefði áhuga á að fá vinnu hjá þeim. Fyrr um morguninn hafði ég svo fengið mail um það að ég gæti fengið vinnu við ræstingar á hálfum leikskóla eftir lokun leikskólans alla virka daga. Ég er mjög spennt fyrir því síðarnefnda og er ða fara í viðtal í dag. Ég aftur á móti er alveg afskaplega peningagráðug þessa dagana og dauð langar ða taka að mér hina vinnuna líka en ég er ekki viss um að það hennti mér. Sú vinna er kl 8-10:30 á morgnana alla virka daga og það þýðir það að ég get ekki mætt í Óperuna kl 10 en og ég geri alla virkadaga nema mánudaga. Ég ætla að velta þessu aðeins fyrir mér og sjá hvað ég geri.
Ég ætla allavegana að byrja á því að mæta í atvinnuviðtal hjá leikskólanum.
Ég þakka Guði fyrir þessi fljótu svör við bæn minni í gær um að ég fengi svör við atvinnuumsóknunum mínum. Hver segir svo að Guð sé ekki góður ;)
Veriði hress og ekkert stress
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment