Tuesday, March 21, 2006

Íbúðir

Það er alveg ofsalega mikið framboð af íbúðum þessa dagana. Ég er búin að vera að skoða alveg ofslaega mikið og maður er alveg orðin ringlaður.
Reyndar eru við með alveg afskaplega miklar kröfur varðandi hvað íbúðin þarf að hafa og hér koma þær helstu
1. Verður að vera með stórum garði
2. Verður að vera stærri en 60 fm
3. Verður að vera á Jarðhæð
4. Verður helst að vera á hæð, tvíbýli, þríbýli,fjórbýli, einbýli eða raðhús/parhús
5. Hundar verða að vera leifðir
6. Verður að vera baðkar
7. Helst að vera nálægt Reykjavík
8. Helst ekki of gamalt hús
9. Helst ekki dýrari en 17,5 miljónir

Þetta er svona það helsta.
Ég er samt á því að íbúðir í dag eru altof dýrar. Ég reyndar vil spá því að íbúðarverð eigi eftir að fara lækkandi á næstu mánuðum miðað við það að eftirspurn er ekki svo mikil eftir íbúðim allavegana finnst manni það ekki þegar maður skoðar markaðinn.

Jæja látum þetta duga í bili

2 comments:

Dagný said...

hæhæ ég vildi bara kvitta fyrir mig! :)

Ég hlakka svo innilega ekki til að finna mér íbúð einhvern tíma á lífsleiðinni. Ég er vön ofurháum standard því ég er búin að búa "að heiman" núna í 7 mánuði og ég hef búið í 2 einbýlishúsum, bæði 2 hæða, ótrúlega fín baðherbergi með stórum sturtum (nýjum) og baðkari. Uppþvottavél kom með nýja húsinu. Stór eldhús o.s.frv.
Þetta verður erfitt fyrir mig að fara yfir í litla íbúð haha! :)
Hinsvegar er auðveldara að þrífa litlar íbúðir heldur en 2 hæða einbýlishús :P

Dagný said...

hæhæ ég vildi bara kvitta fyrir mig! :)

Ég hlakka svo innilega ekki til að finna mér íbúð einhvern tíma á lífsleiðinni. Ég er vön ofurháum standard því ég er búin að búa "að heiman" núna í 7 mánuði og ég hef búið í 2 einbýlishúsum, bæði 2 hæða, ótrúlega fín baðherbergi með stórum sturtum (nýjum) og baðkari. Uppþvottavél kom með nýja húsinu. Stór eldhús o.s.frv.
Þetta verður erfitt fyrir mig að fara yfir í litla íbúð haha! :)
Hinsvegar er auðveldara að þrífa litlar íbúðir heldur en 2 hæða einbýlishús :P