Tuesday, March 21, 2006

Fróðleikur um GullMolann minn


Þarna er höfðinginn í lausagöngu með mömmu sinni hjá Rauðavatni. Við hödfum verið dugleg að fara þangað uppá síðkastið þar sem Mola finnst svo gaman að hlaupa laus.

Moli er fæddur 10. apríl 2005. Hann er 2,5 kg og er Blá fawn á litin samhvæmt ættbók en brúni liturinn hefur tekið yfir. Hann er með Ættbók frá HRFÍ og er undan Perluskins Casper Dínó og Perluskins Annalís Öglu. Það voru þrír hvolpar í gotinu tveir snöggir og einn loðinn.
Moli hefur mest gaman af því að gera alskonar kúnstir eins og að setjast, leggjast, rúlla, heilsa o.s.fv fyrir smá nammi bita. Hann elskar að fara í lausagöngur með mér og stöksinnum með öðrum hundum.
Moli er fjörugur glaðlegur, kátur og skemmtilegur hundur sem nýtur þess að vera með fjölskyldunni sinni.

Jæja þá vitið þið það helsta um voffan minn

Kveðja Fjóla Dögg og Moli

No comments: