Thursday, March 23, 2006

Hundamyndir dagsins í dag eru skemmtilegar


Þessi er af Afgan hundi á harðaspretti lítur soldið trillingslega út svona ;)
Það má til gamans geta að það var gerð könnun á því hversu fljótar mismunandi hundategundir væru að skilja skipanir sem þeim var gefin og tegundinn sem var lélegust á því sviði var einmitt Afgan hundurinn.

Lýsing
Fegurð og tignarleiki einkennir Afganhund á hlaupum. Í upprunalandinu, Afganistan, var þessi tegund notuð sem varðhundur og til að gæta að sauðfé og geitum, einnig við veiðar á antilópum, úlfum og sjakölum. Afganhundurinn en harðger, rólegur og oft áhrifamikill, honum líkar ekki að vera ónáðaður. Ástúðlegur og mjög tengdur eiganda sínum, hann er fjarlægur og jafnvel hrokafullur gagnvart ókunnugum. Afganhundurinn þolir vel bæði heita og kalda veðráttu.

Uppruni
Saga tegundarinnar er næstum því óljós. Afganhundur er frændi Saluki, forfeður hans eru taldir hafa borist frá Persíu (Íran) til Afganistan, þar sem síði feldur hans hefur líklega verið þróaður. Þeir voru fluttir fyrst til Englands í kringum 1890, með Breskum hermönnum.

Umhirða
Síður feldur Afganhunds þarf mikla og tímafreka umhirðu. Hann þarfnast daglegrar burstunar, auk vikulegs baðs og fagmannlegrar snyrtingu 2-3 á ári. Bleita skal yfir feldinn fyrir burstun, svo hann slitni ekki.HreyfingAfganhundurinn nýtur þess að fá að hlaupa laus á opnu svæði. Hann þarf nóg pláss og mikla hreyfingu.Leyfilegir litirAllir litir leyfilegir.

Hæð
á herðakambRakkar 69 - 74 sm. Tíkur 62 - 69 sm.

Þyngd
25 - 30 kg.



Þessi er náttúrulega bara sætur. Það gerist valla falegra en þetta. Ég hef altaf verið á því að Labrador hvolpar séu einir af sætustu hvolpunum. Það er bar eitthvað svo innilega bollulegt og kjánalget við þá

Lýsing
Þessi konungur Retriever hundanna er ákaflega virkur, kvikur, öruggur og traustur. Stundum kallaður ,,Bendir sækjanna," Hann hefur ótrúlega gott lyktarskyn og er frábært sundhundur. Hann getur sótt alla tegundir bráða á landi sem og vatni. Með gríðarmikið sjónmynni, getur hann munað lendingarstaði nokkurra fallina fugla. Traustur að rekja slóð, hann er góður sporhundur. Mjög jafnlyndur og aldrei árásargjarn, hann hefur ánægjulegan persónuleika sem gerir hann að yndislegum félaga. Hæfileikar hans hafa ekki einungis verið nýttir í veiði heldur einnig í aðra vinnu s.s. sem blindrahundur, fíkniefnaleitarhundur, leitarhundur, hjálparhundur fyrir fatlaða og sem afbragðs heimilishundur. Hann er einstaklega barngóður, elskulegur og blíður hundur. Labrador er ein vinsælasta hundategundin í heiminum í dag.

Uppruni
Innfæddur í Kanada, Labrador Retriever er talinn vera komin af Saint Jones hundi, sem byggði eyjuna Nýfundnaland á átjándu öld. Tegundin var endanlega sköpuð snemma á 20. öld á Englandi, þar sem hann var innfluttur eftir að hafa verið blandaður við Enska Pointer, aðalega. Þessi vinsælasti Retriever á óvenju jafnlynda persónuleika sínum að þakka, sem skýrir að hann sé fyrst og fremst hafður sem félagi.

Umhirða
Burstun við og við, auk kembingu þegar hann er að fara úr hárum. Fyrir sýningar er gott að strjúka yfir feldinn með nautaskinshanska til að fá aukinn gljáa. Varist ofböðun því þá fjarlægið þið náttúrulegu olíuna úr feldinum.

Hreyfing
Labrador Retriever þarf mikla daglega hreyfingu s.s. að sækja bolta og prik, hlaupa með hjóli eigandans eða röska göngutúra. Hann nýtur þessa að fá að synda. Honum líkar ekki við að vera skilinn eftir einn.Leyfilegir litirEinlitur svartur, gulur eða brúnn (lifur-súkkulaðibrúnn). Gulur nær frá föl kremlitum til rauðleits-brúns (refa rauður). Lítill hvítur blettur á bringu er leyfður.

Hæð á herðakamb
Rakkar 56 - 57 sm. Tíkur 54 - 56 sm.

Þyngd
25 - 30 kg.



Svo er það þessi hérna hann er náttúrulega bara brandari algjört æði með þetta fína kome over.
Er nokkuð viss um að þetta sé Shih Tzu hvolpur.



Lýsing
Shih Tzu er fjörugur, líflegur, kjarkmikill, ánægður og harðger hundur, með mikinn persónuleika. Hann er barngóður hundur og einnig góður með öðrum hundum og gæludýrum. Shih Tzu verður strax einn af fjölskyldunni og nýtur þess að vera í kringum hana. Hann þráir mannlegt samfélag. Shih Tzu er virkur og athafnasamur, og unir sér vel í borg sem byggð. Hann er góður varðhundur sem lætur vita ef einhver ókunnugur nálgast húsið. Nokkuð sjálfstæður og stundum þrjóskur, Shih Tzu er rólyndur og góður félagi. þessi blíði og káti hundur þarf mikla ást og umhyggju, hann er talin mannblendnastur af Asísku tegundunum.

Uppruni
Shih Tzu var fyrst ræktaður í Kína (Tíbet) fyrir mörg hundruð árum síðan. Kínverjar töldu þá heilaga. Að fá Shih Tzu að gjöf þótti mikill heiður. Í mörg hundruð ár var það siður hins andlega trúarleiðtoga, Dalai Lama, að gefa kínverska keisaranum slíka hunda af bestu gerð að gjöf. Kínverjar voru tregir að hleypa hundunum úr landi og bárust fyrstu hundarnir til Englands 1908. Líklegast er að Shih Tzu hafi orðið til við kynblöndun Lhasa Apso við Pekinghund. Árið 1954 viðurkenndi FCI tegundina. Heimaland Shih Tzu er Bretland.

Umhirða
Bursta og greiða þarf Shih Tzu daglega og baða reglulega. Fylgjast þarf með eyrum og augum. Klær þarf að klippa reglulega og klippa þarf hár á milli þófa. Binda þarf toppinn upp, svo hárin fara ekki í augun. Sumir eigendur klippa feldinn stutt, þá er feldhirða þar af leiðandi minni. Shih tzu fer lítið sem ekkert úr hárum.

Hreyfing
Shih Tzu er fjörugur hundur, hann ætti að fá daglegar gönguferðir og að hafa aðgang að garði. Honum líkar ekki að vera skilinn eftir. Leyfilegir litirAllir litir leyfilegir. Hvít blesa á enni og hvítt í enda skottsins æskilegt á marglitum hundum.

Hæð
á herðakambEkki hærri en 26 sm.

Þyngd
4 – 8 kg. (Helst af öllu 4.5 – 7.3 kg).

Þatta eru hundamyndir dagsins

Kveðja Fjóla

2 comments:

Anonymous said...

hehe snilldar myndir úff mig langar alveg að borða sætalinginn í brauðinu ;o)
Belelind

Anonymous said...

wow gold,World Of Warcraft gold,ffxi gil,world of warcraft power leveling wow power leveling,wow gold,World of warcraft power leveling,buy wow gold,wow gold,Cheap WoW Gold,buy world of warcraft gold for cheap Cheap WoW Gold,WoW Gold,world of warcraft gold,WoW Gold,cheap wow gold,cheap wow gold,wow gold
wow gold,wow power leveling.wow power leveling,wow power leveling,world of warcraft gold,world of warcraft gold,wow gold,world of warcraft gold wow gold,wow gold,wow gold,wow gold,wow gold,wow gold,传世私服传世私服, 传奇世界私服传奇世界私服 a2n4c4ho