Núna í kvöld förum við Davíð ásamt mæðrum okkar að skoða fyrstu fasteignina. Ég er ofsalega hrifin af þessari eign en hver veit hvernig þetta fer.
Kanski þegar við komum þá komumst við að því að hundar eru ekki velkomnir sem þýðir ða við erum ekki velkomin eða kanski er þetta bara allt of dýrt fyrir okkur að vera að pæla í því.
Svo á hinn bogin gæti þetta verið húsið fyrir okkur sem hefur allt það sem við þurfum og meira til. Ég meina hver veit. Þetta hús lofar allavegana góðu varðandi þá punkta sem við þessum í byrjun svo eins og við segjum er sumt sem við komumst bara að í kvöld.
Jæja vonandi endar þetta vel :)
Kveðja Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago
1 comment:
úúúú spennó! hlakka til að heyra hvernig fór :o)
Post a Comment