Sunday, May 07, 2006

Sólheimakots ganga í dag í sjúku veðri


Frábær dagur í dag. Hann byrjaði þannig að ég talaði við Berglindi frænku í góðan hálftíma um uppáhaldið okkar hvað annað en hunda ;). Eftir það fór ég upp í Sólheimakot að hitta Ástu Maríu, Halldóru, Guðrúnu og Sillu með alla hundana sína og ég að sjálfsögðu með minn. Það var sjúklegt veður og sólin skein allan tíman og svei mér ef maður hefur ekki bara fengið smá lit, en bara smá, allavegana að minstakosti nokkrar freknur ;). Við lögðum af stað með alla strolluna og tókum okkur smá situpásur inn á milli til að spjalla og leifa hundunum að leika sér. Silla hafði fengið Mána lánaðan með í gönguna og hann stal allri athygglinni mjög flottur hundur. Moli var nú samt ekki eins hrifinn af honum og við hin þar sem Máni gat ekki séð hann í friði alla gönguna, Máni hafði engan áhuga á öllum tíkunum í kringum hann nei geldi litli Molinn minn var sá sem han vildi, greyið Moli minn. Mána hefndist þó fyrir gredduna í lok göngutúrsins þar sem Askur kom Mola til bjargar með því að sýna Mána sömu athyggli og hann sýndi Mola.
Undir lok göngutúrsins létum við hundana synda þar sem Ásta María óð út í vatnið með tvo hunda í einu og lét þá synda til baka alveg ofsalega skemmtilegt. Mér var farið að hlakka mjög mikið til að sjá hvenig Moli myndi standa sig og hann kom allur til eftir bara tvo sundspretti. Þarna er hann lengst útí að synda til mömmu sinnar. Í seinna skiptið þegar hann fór útí þá fór ég með hann og hann varð alveg ruglaður hvort hann ætti að synda til mín eða fara upp á land algjör dúlla.
Eftir að hafa slappað smá af og borðað smá nesti þá lögðum við afstað aftur í bílana. Það eina sem ég get sagt um þessa frábæru göngu er það að ég vona að það verða margar fleiri svona í sumar. Það er svo gaman að sjá hundinn sinn hafa svona gaman af lífinu. Ég ætla að skella in einni anari mynd úr göngunni í viðbót. Þarna er ég og Logn sem er systir hans Storm sem er hundurinn hennar Ástu Maríu, algjör dúlla.
Eftir gönguna fórum við Moli heim þar sem við komum að ömmu, afa, pabba og mömmu úti að borða kjúklingavængi í góða veðrinu. Moli tók þeim að sjálfsögðu fagnandi eins og hann gerir alttaf og fyrir það fékk hann nokkra kjúklingabita þar sem fjölskildan mín getur ekki staðist sjarma hans. Moli var svo þreyttur og honum var svo heitt eftir gönguna að hann fór að mása sem er mjög sjald séð hjá tjúum eða allavegana hjá Mola.

Ég kem með meira seinna þegar eitthvað spennó gerist.

Kveðja Fjóla Dögg Halldórsdóttir og Moli Fjóluson

3 comments:

heelers said...

Nice doggies! Well photographed. James in Ireland

Fjóla Dögg said...

Thank you very much. My dog is the fyrst photo and the last one

Anonymous said...

Takk fyrir labbið, flottar myndir :D