Thursday, May 11, 2006

Dagurinn í gær


Ég var búinn í vinnunni um 14 leitið og dreif mig þá heim til Davíðs og Mola. Við fórum í Markið til að gá hvort þeir ættu hjólið, sem mig langar svo í, í minni stærð og viti menn það var til. Við Davíð fórum svo heim og fengum okkur að borða og svo fór ég með pabba og mömmu að ná í hjólið þar sem þau eru á jeppa. Ég keyfti líka körfu á hjólið til að geta haft Mola með mér ef ég er að fara einhvað langt og til að geyma nestið mitt og fleira þegar ég hjóla í vinnuna eins og ég ætla að gera í dag. Davíð tók nokkrar myndir af mér og Mola í jómfrúar hjólaferðinni í gær og hér kemur ein. Eins og sjá má er Moli bara mjög sáttur að vera í körfunni meðan ég hjóla með hann. Við fórum stífluhringinn og hann var allur spenntur að skoða fólkið, hundana og hestana.
Við Moli skelltum okkur líka aftur í stuttagöngu hjá Búrfellsgjá en fórum og skoðuðum rústir á leiðinni og ég smellti af nokkrum. Það var ofsalega gaman að sjá þetta sérstaklega þar sem, ég er nú verðandi fornleifafræðingur ;).
Það var frekar mikið rok þannig að við stoppuðum ekki eins lengi og ég ætlaði mér en Moli hafði gaman af því að hlaupa laus um svæðið og njóta þess að vera til.
Ég náði nokkrum góðum myndum af Mola og hér kemur ein sérstaklega góð að mínu mati. Sjáið þið bara hvað ég á fallegan hund. Bestastur og skemmtilegastur.

Ég kveð í dag.

Fjóla hjóla óði fornleifafræðingurinn og Moli bestaskinn.


3 comments:

Anonymous said...

úúú rosa flott hjól til hamingju með það! :o) Moli er bara algjör fyrirsæta! haha :o)
kv bebe

Fjóla Dögg said...

Takk frænka ég er hæst ánægð með það :D

Jón Magnús said...

oh, you two are so cute, I can hardly even handle it...makes me miss Bonnie :(!