Wednesday, April 12, 2006

Uppáhalds páskaeggin ykkar...


Nú langar mér að gera smá könnun hjá ykkur sem lesa bloggið mitt og spyrja hvað er uppáhalds páskaekkið ykkar?
Persónulega finnst mér Góu ekkin best. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að mér finnst það súkkulaði best. Ég fæ tildæmis (með Davíð) allavegana 2 svoleiðis egg um pásakan en svo er aldrei að vita hvort maður fái fleiri. Góa hefur Marsbúaegg , venjulegegg og svo eru þau líka með Bónuseggin.
En þá er það hinar tegundirnar. Fyrstan ber að nefna kóng páskaeggjana Nóa Siríus en hann er nú í uppáhaldi hjá all mörgum eða hefur allavegana verið það hingaðtil. Þeir eru bæði með Strumpaegg og svo bara venjuleg.
Næst ber að nefna Mónu. Mér sjálfri finnst þau síst veit ekki alveg afhverju en það er bara eitthvað við súkkulaðið sem ég er ekki að fíla. Móna hefur venjuleg egg og svo nýungina sem kom á síðasta ári Hrísegg (sem er alveg nokkuð gott).
Endlega segið skoðun ykkar á þessu máli enda er þetta háalvarlegt ;).


Kveðja Fjóla páskaegg

6 comments:

Davíð Örn said...

ég er voðalega vitlaus þegar kemur að svona súkkulaði eggjum og finnst þau í fljótu bragði öll eins, en veistu þegar ég fer að pæla þá er Góu súkkulaðið að mínu mati bara einfaldlega mjööög gott þannig að ég held bara að mér finnist Góu eggin með þeim betri!!!

Anonymous said...

Kóngurinn ekki spurning! Nóinn er bestur ;O) ég get nú samt ekki sagt að ég hafi alltaf borðað það þar sem ég borðaði ekki súkkulaði þegar ég var lítil, át alltaf bara innihaldið í páskaeggjunum, gaman að segja frá því þar sme núna er uppáhaldsnammið mitt súkkulaði og þar á meðal nóa páskaeggin :o) ummm hlakka til að fá eitt svoleiðis á páskadag :o)
kv Belelind frænka

Anonymous said...

ég hef alltaf fengið nóa egg um páskana en fékk svo í fyrra nýja ríseggið frá freyju og það kom mér bara frekar mikið á óvart.. mér finnst það rosalega gott :) núna í ár fæ ég svoleiðis og svo líka nóa egg sem stendur nú alltaf fyrir sínu... hlakka til að gúffa í mig súkkulaði, heheh ;)

Dagný said...

Mér persónulega finnst góu eggin best og er eitt stykki marsbúaegg á leiðinni til ástralíu! Ég hélt að ég myndi nú bara fá bónusegg og hefði verið mjög sátt með það en nei...mamma splæsti í marsbúaegg handa mér! :)

Ég hlakka SVO til að fá alvöru íslenskt súkkulaði..ohhhh gott!

Jón Magnús said...

mmmmm....I remember those!

Davíð Örn said...

Þess má til gamans geta fyrir áhugasama að við Fjóla fórum um daginn í bónus að kaupa páskaegg og vorum búin að ákveða að spara með því að kaupa bónusegg líka vegna þess að við vissum að þau væru frá Góu. Þegar við komum á staðinn skoðuðum við verðmiðann og á meðan bónusegg nr. 4 var 315g. var Marsbúaegg Góu 325g Og þar fyrir utan kostaði Marsbúaeggið næstumvþí 100 krónum minna heldur en Bónuseggið!!! þannig að við völdum Marsbúana ;) en það var skemmtilegt að lenda í þessu!!!