Friday, April 07, 2006

Helgin frammundan

Þá er loksins komið að helgi. Ég reyndar fæ nú ekki mikið helgarfrí þar sem ég er að vinna á laugardaginn frá 10-20 og á sunnudaginn frá 10-18. Ég gat því miður ekki látið þetta tækifæri framhjá mér fara þar sem ég er að fá slatta mikin penign fyrir báða dagana. Líka þegar maður er að stefna að einhverju eins og að kaupa íbúð og fá sér annan hund þá þarf maður að vinna meira til að fá meiri peinig. Núna er líka tíminn fyrir mig að vinna mikið þar sem ég verð bara að vinna í maí og júní en er alveg í fríi í júlí og ágúst, meðan Davíð aftur á móti byrjar að vinna á fullu í byrjun maí (eftirprófin) og svo alveg fram í lok ágúst.
Ég ætla nú samt að reyna að fara á KSF aðalfundinn þar sem mig langar að hitta bestustu frænkuna. Svo er það að sjá hvern maður kýs í stjórnina maður veit aldrei. Það eru alsekki nógu mikið af fólki að bjóða sig fram og mér finnst það vera mjög slæmt fyrir félagið. Það þarf mikið að gerast til að félagið nái að stækka svo mikið er víst og það að ekki séu nógu margir sem gefa kost á sér í stjórn er ekki góð byrjun. Það vantar mjög margt til að ég hafi brennandi áhuga á að mæta á fundu og ég er nokkuð viss um að það hafa margir sömusögu að segja og ég.

Ég enda á þessum orðum í dag

Kveðja Fjóla

1 comment:

Anonymous said...

Jeyjj! hlakka til að hitta þig líka ví! ;)
frænkan