Sunday, April 16, 2006

Gleðilega páska!!

Ég vil óska öllum gleðilegra Páska á þessum dásamlega degi, upprysudegi frelsarans. Við vöknuðum öll í morgun hress og kát og hlökkuðum til að byrja daginn. Eins og venjulega var farið fyrst út með hundana að pissa og svo var farið inn að borða morgunmat og svo það því sem beðið er eftir páskaeggjunum. Í Ár fengum við þrjú páska egg öll frá Góu vegna þess að þau eru svo góð mmm... s.s eitt Marsbúa egg og tvö venjuleg góu egg. Máshættirnir voru eftirfarandi "koma dagar, koma ráð", "jafnir fiskar spyrðast best" sama hvað það nú þýðir og svo að lokum "sá sem á engin börn þekkir ekki ástina". Ég skelli nokkrum myndum inn að okkur með páskaeggin. Hér má sjá mig með páskaeggin okkar og svo davíð með þau ;). Það voru líka tveir forvitnir hundar sem héldu að þetta væri eitthvað fyrir þá. Svo að lokum ég að hefja skurðaðgerð á egginu sem endaði vægastsagt illa ;).
Við lögðumst svo aftur uppí rúm og kláruðum að horfa á Harry Potter sem við tókum upp í gær og að sjálfsögðu að troða í okkur páskaeggjum. Ég, Davíð, Moli og Askur kíktum upp til afa og ömmu til ða óska þeim gleðilegra páska. Ég hringdi svo í pabba og mömmu og davíð í foreldra sína og ömmu Löllu. Um 5 leitið munum við Davíð fara til pabba og mömmu í páskamat. Við fáum amerískan kalkún það gerist náttúrulega ekki betra en það, en strákarnir verða eftir heima í þettað skiptið en í staðin fá þá bara góðan göngutúr þegar við komum heim. Á morgun förum við svo í mat til tengdó og við höfum náttúrulega bara gaman af því aðsjálfsögðu.
Fjölskyldan hans Asks hafði samband í gær og var að forvitnast hvernig hann væri. Ég sagði náttúrulega bara það að hann væri ekkert nema yndilsegur og duglegur og það að ég væri ekkert viss um að ég myndi skila honum aftur ;). Þau voru mjög fegin að heyra að allt gengi svona vel hjá okkur en að sjálfsögðu sakkna þau hans og hinna hundana sinna. Þau koma heim á miðnætti á morgun þannig að þau ætla að ná í Ask á þriðjudagsmorgunn sem er fínnt.
Í gær var Davíð beðin um að spila á KSF fundi þannig að við skelltum okkur. Það voru sorglega fáir því miður en svona er það bara. Það var páskapartí eftir fund eins og venjulega en við ákváðum að fara bara heim til voffana sem biðu okkar.
Núna ætlum við að fara út með hundana í morgungönguna og njóta þess að vera saman. Fleiri upplýsingar síðar.

Kveðja Fjóla, Davíð, Moli og Askur

3 comments:

Anonymous said...

Gleðilega páska úsímúsin mín :o)

kv Berglind

Anonymous said...

Takk kærlega fyrir að passa litla skrímsladýrið mitt. Get ekki betur séð en hann hafi haft það afskaplega gott hjá ykkur og hann er afskaplega sáttur að sjá :D

Fjóla Dögg said...

Svakalega er ég fegin að heyra það, þá kanski líka get ég fengið hann lánaðan aftur seinna ;)