Ég var í mogun að skoða Disney garðana á netinu og fékk alveg sjúklega Flórída þrá. Ég er gjörsamlega að springa mig hlakkar svo til að fara, ég er alveg búin að sjá það að ég verð að fara á hverju sumri til Flórída annað hvert er bara ekki nóg. Við Davíð förum út þann 26 júlí. Pabbi, mamma, Hlynur og Dísa verða úti þegar við komum og við verðum með þeim í 8 daga svo verðum við Davíð ein í um 9 daga þannig að þetta er alveg frábært. Planið er að fara í Epcot með Hlynsa og Dísu (veit ekki með pabba og mömmu) og svo ætlum við Davíð að vera eftir, þegar þau fara heim um kvöldið, á einu af hinum dásamlegu Disney hótelum og fara svo daginn eftir í Magic Kingdom. En þetta var einmitt það sem ég var að gera í morgun skoða hótelin og hvernig tilboð við gætum fengið. Við þurfum bara að velja hótel sem er hægara sagt en gert þar sem það eru svo mörg falleg og spennandi hótel á Disney World svæðinu. Ef þið farið inn á þennan link HÉRNA getið þið séð hvaða hótel um er að ræða, bara á þessu svæði, með því að ýta á litlu gulu pungtana.
Mér líst vel á þetta hótel t.d sem er nálægt Epcot og heitir Walt Disney World Swan Hotel. Ef við myndum gista á þessu hóteli í sumar getum við fengið gistingu í eina nótt og miða í fyrir tvo Disneygarða á 588,46 dollara sem er frekar sangjart að mínu mati fyrir þvílíkan lúxus. Mér líst einnig mjög vel á þetta hótel sem heitir Disney´s Grand Floridian Resort & Spa Hotel. Þarna gætum við fengið sama tilboð og áðan á 758,16 dollara þannig að þið sjáið að það er þónokkuð dýrara enda er þetta hótel meira hugsað fyrir fólk sem er í brúðkaupsferð eða vill svakalegan lúxus meðan flest hin hótelin eru að stíla inná fjölskyldurnar.
Ég gæti haldið áfram endalaust en ég ætla bara að koma með eitt annað hótel til að sýna ykkur og það er Disney´s BoardWalk Inn Hotel. Á því hóteli er hægt að fá þetta sama tilboð og áðan á 608,64 dollarar sem er bara mjög fínt að mér finnst.
Ég veit að ég og bestasta frænkan eigum Flórída sameginlegt erum báðar elveg brjálaðir Flórídasljúklingar sem er náttúrulega bara gott ;). Það væri svo mikil snild að geta kanski skellt sér með ykkur skötuhjúum til Flórída sumarið 2007, svona þegar hvolpurinn er orðinn árs gamall, hvað segir þú um það frænka?
En ætli ég láti þetta ekki gott heita í bili áður en ég spring af spennu :D.
Kem með meira þegar ég hef meira;)
Bestustu kveðjur Fjóla Flórída
Spennandi tímar framundan
11 years ago
4 comments:
omg! ok... miði í 2 disneygarða er nú alveg ágætt en það samt innifalið í gistingu í bara eina nótt þá finnst mér 45þús. kr íslenskar FREKAR mikið...
Ferðin mín til cairns - flugfar, plús gisting á hostel í VIKU kostaði 23.þús! :p
sorry ég er í smá sjokki haha... ég held að öll ferðin mín hafi kostað um 60þús og ég fór í MARGAR ferðir innan cairns og við leigðum bíl o.s.frv.
Já en það er ekki Disney World. Það er smá munur á rúmmum, herbergjum og þjónustu á Hótelum og Hostelum. Sko miðin í garðinn kostar á mann um 55 dollara þannig að 4 miðar eru um 16.060 kr. Svo færuð lúxus hótel í eina nótt og þá er það komið upp í 45.000 kr eins og þú segir þanni að þetta er ekki mikið miðað við hvað það kostar bara að fara í garðana fyrir 2. Þetta er bara alveg ofsalega dýrt að fara í garða í Flórída. Þú getur rétt ímyndað þér hvað þeir eru að græða.
Ó mæ ji minn hvað ég væri til í það!! ég er að deyja mig vantar svo að komast til flórida!! ég er ekki búin að fara þangað frá því ég var í 10 bekk!! allt allt allt of langt síðan! mér fynnst maður ekki vera komin til útlanda nema maður sé komin til flórida! en já það er allavega ákveðið að ég fer sumarið 2007 til flórida!! alveg pottþétt! ætla einmitt að safna fullt í sumar og næsta vetur, allavega eins og ég get :o)
kv hinn flóridafríkin ;o)
Flóóóóórída here we come :)
Post a Comment