Sunday, April 30, 2006
Myndir
Ég skellti mér í labbitúr til pabba og mömmu og er þar núna. Ákvað að skella smá myndum inn af Mola og mér úr tölvunni hans pabba.
Þarna eru við mæðginin heima hjá pabba og mömmu í sólstofunni. Mér mynnir að við séum að horfa á Davíð vera að segja eitthvað við okkur.
Þarna erum við heima og moli með mandráps dótið sitt sem við keyptum handa honum í Bónus. Þetta er eins og svona Medivel times kúla. Stór hættulegt ;)
En ég bið að heilsa í bili
Kveðja Fjóla Dögg
Saturday, April 29, 2006
Erfið fæðing þann 27/4 2006
Þá eru hvolparnir hennar Öglu komnir. Þeir voru allt í allt 6 en því miður lifðu einungis af tveir. Það eru tvær tíkur önnur er svört og hin blá. Þær eru alveg ofsalega litlar og veikburða í útliti enda ekki nema 64 og 61 g. Svona til viðmiðunar þá er eðlileg stærð á Chihuahua goti svona um 2-3 hvolpar. Ég fékk fréttir frá Kollu í gegnum Ásu Maríu í dag og hún sagði að tveir af hvolpunum voru longu dánir inn í Öglu og voru orðnir að hálfgerðri drullu, einn hvolpur var fyrir útganginum þannig að það var ekki hægt að fæða eðlilega. Þeir voru tegnir með keisara og voru allir dánir nema 2, þær Urður og Ugla.
Ég vona að þessar litu skvísur spjari sig og allt verði í hinu fína lagi. Ég kem með fleiri fréttir þegar ég veit meira.
Kvðja Fjóla
Thursday, April 27, 2006
Vinnan
Ég get ekki beðið að komast heim, hlakka svo til að slappa aðeins af heim með Davíð og Mola. Planið er að reyna að fara í leikfimi áður en ég fer að þrífa í leikskólanum, hef ekki farið í marga, marga, marga daga. Ég þarf líka að taka Mola í góða þjálfun í dag svo hann verði nú algjörlega til fyrirmyndar á þriðjudaginn þegar hann fer á hlýðninámskeiðið.
Ég er að velta því fyrir mér hvort maður eigi að fara að læra einhvað í háskólanum eftir sumarið, ég bara veit ekki hvað ég vil fara að læra. Hef áhuga á dýraríkinu þanni að það er spurning um líffræði. Annars er ég að hugsa þetta allt saman. Kanski fæ ég mér bara nýa skemmtilega vinnu og hugsa en frekar hvað ég vil læra.
Segjum þetta gott í bili
Kveðja Fjóla pælari
Wednesday, April 26, 2006
Labbitúr á mánudaginn
Ég og Moli fórum í göngutúr með Töru og eigandanum hennar henni Ólöfu, Jeltsín, Aski, Seru og eigandanum þeirra henni Halldóru. Það var þvílíkt stuð á mínum alveg ofsalega gaman. Hann elskaði að leika við Seru systur í uppáhalds leiknum sínum eltingleik. Þau hlupu um allt eins og brjálæðingar og það var ekkert smá gaman. Ég fékk nokkrar myndir af Mola hjá Halldóru úr göngutúrnum og ég ætla að láta þær flakka.
Þessi er alveg ofsalega flott það er einhvað svo mikil róg yfir henni Moli einhvað svo einbeittur. Hann er náttúrulega svo mikill spekingur og gáfuhundur.
Þarna er hann með Seru systur og Töru sem er undan systur hennar Öglu sem er mamma Mola. Þau eru öll búin að vera að hlaupa um og æslast og eru aðeins að ná andanum áður en leikurinn byrjar aftur á fullri ferð.
Þessi er ógeðslega finndin. Tara er líklega að byrja á lóðaríi þannig að það er greinilega farin að koma af henni lykt því bæði Mola og Seru fannst mjög spennandi að þefa nú vel og vandlega af henni og það leit nú út fyrir það að Töru væri nett sama ;)
Ég ætla ekki að hafa þetta lengar frá þessum skemmtilega göngutúri. Ég vona bara að þeir verði fleyri í framtíðinni.
Kveðja Fjóla og Moli sem þakka fyrir sig
Hlýðninámskeiðs tíminn í gær
Innkall við hæl gekk þónokkuð vel þótt ég ætli að æfa hann meira í því og hafa það alveg fullkomið.
Það er gaman að segja frá því að stelpurnar sem eru með mér á námskeiðinu vilja sjá Mola í svokölluðu Bronsprófi. Þetta er próf þar sem hundurinn á að gera eiginlega bara nákvæmlega það sem við erum að gera á hlýðninámskeiðinu. Þær töluðu um að hann væri svo flottur og það að mæta með hann lítið Chihuahua skott myndi stínga uppí svo marga af þessum stóru hundaeigendum. Ein þeirra talaði meira að segja um að við gætum bara æft saman fyrir prófið. Ég er allavegana alvegtil í að fara með Mola í svona próf hefði ekkert á móti því.
En ég kem með nýr fréttir seinna.
Kveðja Fjóla og Moli Bronsprófs fari ;)
Þetta er allt að bresta á!
Ég fæ frekari fréttir þegar hvolparinr eru komnir í heimin.
Kveðja Fjóla hvolpa sjúka
Tuesday, April 25, 2006
Jæja þá er maður kominn í Evrovision gírinn!
Grikkland er með gott lag aftur þetta árið. Söngkonan heitir Annette Artani og lagið er "Why angels cry". Ég hef heyrt að þessu lagi sé spáð sigri í á þannig að maður veit aldrei nema Grikkland vinni tvö ár í röð. Ég aftur á móti er mest hrifin af slóvanska laginu sem er sungið af
Anžej Dežan og lagið heitir "Mr Nobody". Ástæðan fyrir því er sú að það er soldið Evrovisionlegt með hækkuninni og svona ég vil ekki fara of langt frá gömlu góðu formúlunni. Tvö önnur lög gera frekar mikið vart við sig og það er finnskalagið sem er flutt af hljómsveitinni Lord og lagið heitir "Hard Rok Hallelúja". Þetta lag myndi maður setja í sömu kadagoríu og noskalagið í fyrra nema mér fannst noskalagið betra. Þetta eru svakalegir rokkarar og er talað um að lag sé helsti keppinautur Silvíu Nætur. Hitt lagið er frá Litháen og er flutt af LT United og lagið heitir "We are the Winners" sem minnir óþægilega mikið á textan í hjá Silvíu okkar. Þeir segja setningar eins og "We are the Winners of Evrovision" dæmi hjá Silvíu "So Boys and Girls arond the World lats meed next year in Iceland" og "You´ve got to woud for a Winner" dæmi hjá Silvíu "The woud is in, I f****** winn to bet for all the Others". Mér finnst Samt lagið okkar mun betra en Lagið frá Litháen og yfir höfuð finnst mér það frekar ofarlega miðað við öll lögin í keppninni.
En eins og venjulega er ég mjög spennt að sjá keppnina þar sem ég er algjört Evrovision frík.
Endilega kíkið þið á kvikmynd.is og segið mér skoðanir ykkar.
Kveðja Fjóla Evrovision
Monday, April 24, 2006
Svakalega falleg mynd
Fékk fótabað ;)
Í gær kvöldi sat ég og var að hlíða Davíð yfir nokkrar spurningar fyrir prófið sem hann fer í á föstudaginn og Davíð hafði boðið mér ða nudda á mér tærnar á meðan. Áður en við vissum af var Moli komin alveg ovaní okkur eins og svo oft áður. Það endaði með því að í staðin fyrir að davíð nuddaði á mér fæturnar þá sá Moli bara um að sleikja þær hreinar. Ég náði nokkrum myndum af honum á fullu við þvotti. Njótiði vel.
Jæja maður þarf að byrja á því að fara vel á mlli allra táslanna til að það verði ekki eftir neitt sokkakusk. Best að burja neðst of færa sig svo upp á við til að þetta sé nú allt skipulagt.
Þá er það næsta skref, að þrífa undir tánum maður má ekki gleyma að þrífa undir tánum það er mjög nauðsinlegt, er það ekki mamma? Eins og þið sjáið er ég alveg kominn á góða leið með það að verða búinn með allar tærnar.
Bíddu ertu að gera grín að mér? Ég sem er svo duglegur að gera þig fína.
Bíddu bara þangað til þú biður mig um að þrífa á þér tærnar næst ;)
Takk í dag
Kveðja Fjóla Dögg og Moli
Sunday, April 23, 2006
Við erum búin að kaupa Disney World ferðina
Eins og heyra má er ég alveg sjúklega spennt að komast út en það eru 94 dagar þangað til, sem mér finnst sjúklega langt. Þetta á eftir að vera svo skemmtilegt, vondi verður tímin bara fljótur að líða hérna heima.
Ég bið að heylsa í bili
Fjóla Dögg
Hundamyndir dagsins
Jæja ég fann tvær skemmtilegar í morgun sem mig langar að sýna ykkur. Fyrstamyndin er af þessu. hann er náttúrulega bara Sexy ;) skemmtileg mynd. Þessi er svo fyrir okkur frænkurnar. Ofsalega bleikur og krumpaður Bulldog hvolpa magi. Ji hvað maður er sætur. Stein sofandi hvolpaskott.
Nóg í bili
Fjóla Dögg
Saturday, April 22, 2006
Nokkrar myndir
Ég smellti af nokkrum myndum af Mola áðan þar sem hann var að lúlla í tjaldinu sínu. Hann var bara að forvitnast hvað mamma hans var eignlega að gera með það að vera að trufla hann þegar hann ætlaði að fá sér smá morgun lúr.
Þarna er ég með strákana Mola og Ask. Við erum í garðinum hjá pabba og mömmu. Ég, Davíð og strákarnir höfðum tekið okkur göngutúr þangað einn góðan veðurdag og hitt mömmu í garðinum þar sem húin var að mála Fjólukot sem er kofinn minn. Eins og má sjá eru Moli og Askur mjög sáttir við lífið og tilbúnir til að leggja afstað aftur heim á leið.
Þarna á Ásgeir og Moli saman í afmælinu okkar Davíð í janúar. Eins og vanalega er Moli að reynað a sleikja eyrað á Ásgeiri sem hann er ekki hrifinn af eins og flestir ;). Það var alveg ofsalega gaman þennan dag eins og svo oft áður þegar við erum með vinum okkar. Við fengum t.d. í afmælisgjöf sængurföt og lítinn djúpsteikingarpott sem Davíð var hæst ánægður með þrátt fyrir það að hann hefur enn ekki fengið að nota hann. En ég lofa hann fær það á endanum ;).
Þarna eru Bára vinkona og Berglind frænka. Þarna erum við að spila í Sleepover partýinu sem var haldið heima hjá okkur í byrjun þessa árs. Eins og má sjá er mikil gleði hjá mannskapnum og fjörið var í hávegum haft. Við fórum meðal annars í Singstar, Buzz (sem er tónlistaspurningaleikur á PS2) og horfðum á mynd.
Þarna er Moli í byrjun Sleppover partýsins þegar við erum búin að blása upp vindsængina. Það var þvílíkt gaman hjá honum þegar við vorum að pumpa upp dýnuna. Hann hoppaði til og frá ofaná henni og velti sér og bofsaði á þetta skrítna Drasl sem varð bara alltaf stærra og stærra. Svo þegar allt var yfirstaðið lagðist hann bara og var tilbúinn að láta taka myndir af sér.
Ég segi þetta gott í bili
Kveðja Fjóla og fjölskyldan.
Friday, April 21, 2006
Evrovision
Hvernig er það er fólk í stemmara fyrir Evrovision partý fimmtudaginn 18 maí og laugardaginn 20 maí? Ég hef bara verið að velta þessu fyrir mér þar sem margir af vinum mínum horfa bara alltaf á þetta með fjölskyldunni. Við Davíð erum allavegana er að pæla í því ef áhugi er að bjóða einhverjum heim en ég vil sjá hvernig staðan er s.s hverjir kæmust og hefðu áhuga.
Endilega látið mig vita hér, í síma eða á mailið mitt fjola@isl.is.
Heyrumst seinna
Kv Fjóla
Flórída ég get ekki beðið.
Mér líst vel á þetta hótel t.d sem er nálægt Epcot og heitir Walt Disney World Swan Hotel. Ef við myndum gista á þessu hóteli í sumar getum við fengið gistingu í eina nótt og miða í fyrir tvo Disneygarða á 588,46 dollara sem er frekar sangjart að mínu mati fyrir þvílíkan lúxus. Mér líst einnig mjög vel á þetta hótel sem heitir Disney´s Grand Floridian Resort & Spa Hotel. Þarna gætum við fengið sama tilboð og áðan á 758,16 dollara þannig að þið sjáið að það er þónokkuð dýrara enda er þetta hótel meira hugsað fyrir fólk sem er í brúðkaupsferð eða vill svakalegan lúxus meðan flest hin hótelin eru að stíla inná fjölskyldurnar.
Ég gæti haldið áfram endalaust en ég ætla bara að koma með eitt annað hótel til að sýna ykkur og það er Disney´s BoardWalk Inn Hotel. Á því hóteli er hægt að fá þetta sama tilboð og áðan á 608,64 dollarar sem er bara mjög fínt að mér finnst.
Ég veit að ég og bestasta frænkan eigum Flórída sameginlegt erum báðar elveg brjálaðir Flórídasljúklingar sem er náttúrulega bara gott ;). Það væri svo mikil snild að geta kanski skellt sér með ykkur skötuhjúum til Flórída sumarið 2007, svona þegar hvolpurinn er orðinn árs gamall, hvað segir þú um það frænka?
En ætli ég láti þetta ekki gott heita í bili áður en ég spring af spennu :D.
Kem með meira þegar ég hef meira;)
Bestustu kveðjur Fjóla Flórída
Hvernig hvolpa tegund er ég og hvaða Ameríska borg er ég?
You Are a Golden Retriever Puppy
Tolerant, fun-loving, and patient.You are eager to please - and attached to your frisbee.
Ég er semsagt algjör Golden sem er als ekki slæmt þar sem þeir eru svo yndislegir elsku dúllurnar.
You Are Miami |
Famous Miami residents: Anna Kournikova, OJ Simpson, Enrique Iglesias |
Kveðja Fjóla Golden ;)
Wednesday, April 19, 2006
Hlýðninámskeið og dagurinn í dag
Við fórum í hælgönguna og sitja við hæl og það gekk nokkuð vel, svo var farið í sitja á hæl leggjast á hæl og fara frá þeim og hann á að bíða í liggjandi stöðu og það gekk mjög vel. Efitir það fórum við í innkall og koma við hæl sem gekk nokkuð brösulega í byrjun en svo kom það, ég þarf bara að æfa hann vel í því. Ég get samt ekki sagt annað en ég sé mjög stolt af litla skottinu mínu þar sem hann gaf ekkert eftir við hina stóru hundana og stóð sig jafnvel bara mun betur þótt ég segi sjálf frá. Hann er ofsalega duglegur Chihuahua hundur það er alveg á hreinu.
Jæja dagurinn í dag verður soldið erfiður. Ég er að vinna til hálf þrjú og þá kemur Davíð að ná í mig og við förum beint að vesla. Síðan fer ég heim og fæ mér eitthvað að borða og ætla svo að reyna að drattast í leikfimi (hef ekki farið í 2 vikur rúmlega) og glápa á Dr Phil á meðan (mér finnst hann svo frábær). Svo er leiðin stefnt heim á leið og fer þá út með Mola í smá göngutúr. Seinna um kvöldið eftir að ég er búin að pústa smá ætla ég svo að fara að þrífa í leikskólavinnunni minni og sæki svo Davíð í hans vinnu.
Ég verð í bandi við ykkur þegar eitthvað merkilegt gerist.
Kær kveðja Fjóla ;)
Tuesday, April 18, 2006
Þá er hann farinn
Ég er svo ofsalega lukkuleg með bækurnar sem ég fékk fá eigendum Asks. Ég fékk bók sem fjalar eingöngu um Cavalier tegundina og svo aðra sem heitir "What´s up with my dog?" og er bók sem á að hjálpa manni ef að hundurinn mans veikist. Ég fékk líka tobleron poka sem er nátúrulega uppáhalds súkkulaðið mitt og Moli fékk fullan poka af nammigotti.
Ég vil bara hér með þakka kærlega fyrir mig (aftur) bæði fyrir dótið sem ég og Moli fengum og að sjálfsögðu fyrir að fá að passa Aski pasi ;). Ég vil líka þakka gott boð um að ef ég þarf pössun fyrir Mola eruð þið tilbúin að taka hann og ég mun íhuga það alvarlega ;).
Ég bið að heilsa í bili
Kveðja Fjóla
Sunday, April 16, 2006
Gleðilega páska!!
Við lögðumst svo aftur uppí rúm og kláruðum að horfa á Harry Potter sem við tókum upp í gær og að sjálfsögðu að troða í okkur páskaeggjum. Ég, Davíð, Moli og Askur kíktum upp til afa og ömmu til ða óska þeim gleðilegra páska. Ég hringdi svo í pabba og mömmu og davíð í foreldra sína og ömmu Löllu. Um 5 leitið munum við Davíð fara til pabba og mömmu í páskamat. Við fáum amerískan kalkún það gerist náttúrulega ekki betra en það, en strákarnir verða eftir heima í þettað skiptið en í staðin fá þá bara góðan göngutúr þegar við komum heim. Á morgun förum við svo í mat til tengdó og við höfum náttúrulega bara gaman af því aðsjálfsögðu.
Fjölskyldan hans Asks hafði samband í gær og var að forvitnast hvernig hann væri. Ég sagði náttúrulega bara það að hann væri ekkert nema yndilsegur og duglegur og það að ég væri ekkert viss um að ég myndi skila honum aftur ;). Þau voru mjög fegin að heyra að allt gengi svona vel hjá okkur en að sjálfsögðu sakkna þau hans og hinna hundana sinna. Þau koma heim á miðnætti á morgun þannig að þau ætla að ná í Ask á þriðjudagsmorgunn sem er fínnt.
Í gær var Davíð beðin um að spila á KSF fundi þannig að við skelltum okkur. Það voru sorglega fáir því miður en svona er það bara. Það var páskapartí eftir fund eins og venjulega en við ákváðum að fara bara heim til voffana sem biðu okkar.
Núna ætlum við að fara út með hundana í morgungönguna og njóta þess að vera saman. Fleiri upplýsingar síðar.
Kveðja Fjóla, Davíð, Moli og Askur
Friday, April 14, 2006
Sætustu strákarnir í heiminum
Þarna er Molinn minn að kúra í sófanum heima eftir áhrifaríkan og skemmtilegan dag. Ef maður skoðar myndina gaumgæfilega sér maður að hann er með báðar afturfæturnar alveg upp við nebban sinn. Moli er aldrei eins sætur og einmitt þegar hann er sofandi og lætur fara vel um sig
Þessi mynd af Aski finnst mér alveg ofsalega krúttleg. Þetta er á sömustundi og myndin af Mola er tekin. Góður lúr í lok frábærs dags.
Knúsí músí mús frá
Fjólu, Davíð, Mola og Aski ;)
Góður endir á góðum degi!
þegar heim var komið settumst við niður og horfðum á sjónvarpið. Moli lá í einu horninu á sófanum og Askur kom og lagðist á mig og svaf og hraut. Mér finnst það altaf jafn finndið hvað hann getur hrotið hátt við segjum stundum að hann sé eins og gamall kall en samt yndislegur gamall kall ;).
Ég verð í bandi með fleyri upplýsingar
Kveðja Fjóla
Thursday, April 13, 2006
Dagurinn í gær og í dag
Allt gengur sovna líka vel hjá okkur. Eftir vinnu hjá mér í gær röltum við Moli og Askur heim til pabba og mömmu í stutta heimsókn. Þar komumst við að því að Hlynsi væri í atvinnuviðtali og væri svo að fara í annað strax á eftir því fyrra. Við röltum síðan aftur heim og settumst fyrir framan sjónvarpið og sátum þar þangað til Davíð kom heim úr vinnunni, ég alveg að sofna, Askur lág hrjótandi við hliðina á mér og Moli sofandi í fanginu á mér. Seinna um kvöldið fórum við svo þríeikið í smá kvöldgöngu fyrir svefninn. Ég verð bara að segja það að ég er gjörsamlega alveg kolfallin fyrir Aski mér finnst hann alveg frábær, hress og skemmtilegur og svo svakaelga mikill karagter, ég meina hver myndi ekki falla fyrir þessu?
Í morgun vaknaði ég við það að Askur vildi fara út að pissa þannig að ég fór með rúslurnar út. Þegar inn var komið var ég ennþá svo þreytt og Davíð stein sofandi að ég ákvað að leggjast aftur upp í rúm og reyna að sofa aðeins lengur. Bæði Moli og Askur fengu leifi hjá húsbóndanum að kúra uppí hjá okkur. Ég drattaðist svo framúr um hálf 11 heitið og fékk mér þá morgunmat og ákvað svo að skella mér í fjöruferð með strákana. Við fórum í Hvalfjörðinn á strönd sem ég kýs að kalla Kúluströnd (nafn sem Reynir afa bjó til en er ekki alveg með á hreyni hver sagan er á bakvið það). Strákarnir voru ekkert smá sáttir við að fá að hlaupa lausir þrátt fyrir smá kulda og nokkuð mikið rok. Askur og Moli röltu um og skoðuðu svæðið Moli altaf í rassinum á Aski til að vera nú með það alveg á hreinu að hann væri nú ekki að missa af einhverju mjög merkilegu. Það kom fyrir nokkrum sinnum að Askur tók uppá því að koma hlaupandi til mín og stökkva á mig bar til að sýn mér (að ég held) hvað honum fanst gaman. Við vorum þar í um 45 mínútur og lögðum svo afstað aftur heim. Þegar heim var komið fengum við Davíð okkur bakaríis mat og núna liggja strákarnir steinsofandi eftir skemmtilegan morgun.
Ég kem með nýar fréttir þegar þær berast
Takk fyrir mig í dag við skjáumst svo á morgun.
Kveðja Fjóla
Wednesday, April 12, 2006
Uppáhalds páskaeggin ykkar...
Nú langar mér að gera smá könnun hjá ykkur sem lesa bloggið mitt og spyrja hvað er uppáhalds páskaekkið ykkar?
Persónulega finnst mér Góu ekkin best. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að mér finnst það súkkulaði best. Ég fæ tildæmis (með Davíð) allavegana 2 svoleiðis egg um pásakan en svo er aldrei að vita hvort maður fái fleiri. Góa hefur Marsbúaegg , venjulegegg og svo eru þau líka með Bónuseggin.
En þá er það hinar tegundirnar. Fyrstan ber að nefna kóng páskaeggjana Nóa Siríus en hann er nú í uppáhaldi hjá all mörgum eða hefur allavegana verið það hingaðtil. Þeir eru bæði með Strumpaegg og svo bara venjuleg.
Næst ber að nefna Mónu. Mér sjálfri finnst þau síst veit ekki alveg afhverju en það er bara eitthvað við súkkulaðið sem ég er ekki að fíla. Móna hefur venjuleg egg og svo nýungina sem kom á síðasta ári Hrísegg (sem er alveg nokkuð gott).
Endlega segið skoðun ykkar á þessu máli enda er þetta háalvarlegt ;).
Kveðja Fjóla páskaegg
Dagur tvö með Aski!
Aksur og Moli hafa verið soldið að skiftast á mat þ.e.a.s. Moli byrjaði á því í fyrradag að borða matin hans Asks með bestu list alveg ferlegur litta skottið þar sem ég er búin að vera að dæla í hann alskonar mismunandi matarprufum (þar sem hann þarf að skifta yfir í fullorðins fóður) en ekkert hefur gengið. Svo mætir Askur með sinn mat og hann borðar hann með bestu list. En Askur svaraði nú fyrir sig í gær og át bara allan matin hans Mola í staðin.
Áður en við fórum að sofa fórum við Askur í smá kvöld göngu. Við ákváðum að færa Ask inn í svefnherbergu til að sjá hvort að hann hætti ekki að væla þá. Við settum bara teppi á gólfið og hann var mun sáttari við það, þrátt fyrir að hann reyndi að koma uppí einu sinni en svo var það búið. Hann svaf alveg eins og steinn og maður bara vissi ekki af honum.
Ég kem færandi hendi með meiri upplýsingar á morgun.
Takk í dag kveðja
Fjóla
Tuesday, April 11, 2006
Fyrsta nóttin með Aski
Við sjáum hvað setur
Kv Fjóla, Davíð og Moli sifjuðu
Monday, April 10, 2006
Moli minn er 1 árs í dag
Jæja þá er hjarta gullið mitt orðinn eins árs í dag. Þessi tími sem við erum búin að eiga hann hefir verið dásamlegur og ég er alveg ofsalega hamingjusöm að fá að hafa hann í mínu lífi. hann er alltaf glaður og ánægður og nýtur þess að vera með manni.
Ég segi því bara innilega til hamingju með daginn Moli minn og megi þú lifa vel og lengi.
Kær kveðja pabbi og mamma
Askur vinurinn er kominn
Kveðja Fjóla, Moli og Askur
Sunday, April 09, 2006
Dagurinn í dag!
Í gær fórum við á KSF aðalfund og var það allt í lagi. Stjórnin var kosin og ég hef ekkert meira að segja um það. Strax og ég er búin í vinnunni förum við til pabba og mömmu í sunnudags læri og ég hlakka mikið til þess.
Davíð sagði mér soldið merkilegt áðan. Hann sagði þegar hann koma að ná í mig í gær sá hann hundategund sem ég er nokkuð viss um að sé bönnuð hér á landi eða nánartiltekið Bull terrier. Ástæðan fyrir því að þessi tegund er bönnuð líkt og Pitbull terrierinn er sú að þeir eru mjög árásagjarnir gagnvart öðrum hundum og eru þessar tegundir notaðar í hundaat sem er aðsjálfsögðu ólöglegt á flest öllum stöðum í heiminum en eru þrátt fyrir bannið samt stundað víðsvegar í Bandaríkjunum t.d. og er það þá gert til að græða peninga á því. Eins og sést á myndinni er þetta ekki mjög saklaust útlit á hundinum ég veit allavegana að ég væri ekki mikið að eltast við að hitta svona hund.
Á morgun kemur svo Askur til okkar og verður með okkur í viku meðan fjölskyldan hans skreppur til útlanda um páskana. Þða verður áhugavert og mikil breyting að fá annan hund inn á heimilið í lengri tíma, ég vonast bara til þess að allt gangi vel og við meigum öll njóta þess að vera saman um páskana.
Ég kveð að sinni skrifa meira á morgun
Kveðja Fjólas Dögg
Saturday, April 08, 2006
Hvað skal gera
Ég veit að Guð gaf mér góða rödd til að nota hana honum til dýrðar og ég vona einnig til að leifa fólki að njóta hennar. Ég vil því biðja um kjark og þor til að geta framfleitt vilja Guðs. Það væri vel þegið ef þið góðu vinir mynduð hafa mig í huga í bænum ykkar að hjálpa mér og fá kraft til að stíga fram.
Ég hef ykkur öll í huga Guð blessi ykkur
Kveðja Fjóla
Rétta Idolið valið
Ofsalega er ég sátt við Idolið í gær. Ég vissi að Snorri átti að vinna þetta hann var lang bestur. Hann söng allt sitt alveg ofsalega vel og sýndi hvað hann hefur að geyma kallinn.
Við Davíð fórum og horfðum áþetta hjá ömmu og afa þar sem það er voðalegt stöðvar 2 hallæri hjá vinum okkar en það vara bara gaman ;). Ég er líka ekkert smá sátt við frumsamta lagið alveg ofsalega flott og þá sérstaklega þegar Snorri söng það. Ég vil líka koma því á framfæri að diskurinn hans mun vera fyrsti diksurinn sem ég kaupi með Idolstjörnu og það finnst mér segja soldið mikið um hversu góður hann er þá er ég að meina að hann stendur mun mikið ofar öllum öðrum idol keppendum. Virkilega verðugur sigurvegari.
Ég vil bara enda með því að óska Snorra innilega til hamingju með sigurinn og óska honum góðs gengis í framtíðinni.
Friday, April 07, 2006
Moli
Ég er að segja ykkur að það er ekki til ynndislegri hundur en hann Moli minn.
Gleðin ljómar af honum í hvert skifti sem ég stíg inn um dyrnar heima sama hvort ég hafi verið í burtu í 3 tíma eða bara 1 mínútu. Það er alltaf gaman hjá honum þegar gestir koma í heimsókn og þegar við förum í heimsókn einhvert, hann gjörsamlega elskar alla.
Svo eru það stundirnar þegar við sitjum bara heima fyrir framan sjónvarpið og slöppum af, hann lyggur hjá mér sofandi eða röltir til mín með nagbein í munninum til að láta mig halda í það á meðan ég horfi. Stundum líka á morgnana þegar hann er búin að fara út að pissa þá fær hann að koma uppí rúm og kúra hjá mér áður en ég fer frammúr og þá veit hann ekkert betra en að troða séreins langt undir sængina mína þar sem er heitast.
Moli er alveg svakalegur mannamata grís þ.a.s hann elskar að fá harðfisk hann veit ekkert betra en það jú nema kanski grillkjöt. Ef þú ert með harðfisk þá ert þú besti vinur hans þá stundina hann gerir hvað sem er til að fá hann. Dansar, liggur, situr, rúllar, heilsar nefndu það hann er tilbúin að gera það fyrir þig.
Moli er líka alltaf til í að koma að leika, hlaupa úti í grasinu, elta bolta, sækja eða bara rúlla sér á gólfinu með okkur Davíð. Honum finnst líka æðislegt að fara út að labba og þá sérstaklega í lausagöngur t.d í fjöruna það er bara best svo margt spennandi að skoða og þefa af.
Mér fannst nauðsinlegt að þið góða fólk fengjuð að vita hversu dásamlegur hundur hann Moli minn er.
Kær kveðja Fjóla Mola mamma